VIII.

Þá svaraði Bildad af Súa og sagði: [ „Hversu lengi vilt þú tala svoddan og orð þíns munns hafa drambsaman hug? Hvört þenkir þú að Guð hann dæmi rangsamlegana eður sá Hinn almáttugi umsnúi réttinum? Hafi þínir synir syndgast fyrir honum þá hefur hann yfirgefið þá fyrir þeirra misverka sakir. Ef svo er að þú innflýr árla til Guðs og grátbænir þann Inn almáttuga og ef þú ert hreinn og réttferðugur þá mun hann upp vakna til þín og mun rétta við bústaðinn aftur fyrir þíns réttlætis sakir. Og hvað þú hefur áður of lítið haft það mun hér eftir á mikið foraukast. Því að spyr þú að hinar forliðnu kynkvíslir og áset þér að aðspyrja þeirra forfeður. Því að vér erum hér svo sem síðan í gærdag og vitum ekkert, vorir lífdagar eru líka sem annar skuggi á jörðunni. Þeir munu fræða þig og segja þér og framflytja sitt mál út af sínu hjarta.

Kann nokkuð sefvið að vaxa utan það standi í vætunni eður grasið upp að spretta í vatsleysunni? Ella burt visnar það meðan það er í gróðrinum, áður en það er niðurslegið þornar það áður það verður hey. So vegnar það öllum þeim sem forgleyma Guði og vonin hræsnarans mun fortöpuð verða. Því að hans athvarf það forgengur og hans traust er sem annar göngurófarvefur. Hann megar sig af sínu húsi og hann mun þó ei viðstaðið geta, hann mun halda sig þar við en vera þó ekki staðfastur. Hann hefur vel vökvan áður en það sólin kemur upp og hans viðarkvistir spretta vel í hans jurtragarði. Hans kornsæði stendur þykkt saman við vatsrásirnar og hans hús á grjóti. En þá nær eð hann í burt sviptir honum út af sínum stað mun hann breyta svo við hann sem væri hann honum alls ókenndur. Sjá þú, það sama er gleðin hans athæfis og aðrir munu úr duftinu upp koma. Þar fyrir þá sjá að Guð hann yfirgefur ekki þá hina algjörðu og að hann uppstyður ekki hendurnar hinna illgjörnu, þangað til að þinn munnur upp fyllist af hlátri og þínar varir af kæti. Og þeir sem þig hata munu til skammar verða og tjaldbúðir hinna ómildu munu ekki staðist geta.“