IIII.

Og engillinn sem við mig talaði kom aftur og uppvakti mig, líka sem þá nokkur uppvaknar af svefni, og sagði til mín: „Hvað sér þú?“ Eg sagði: „Eg sé og sjá, að þar stóð ein kertistika af gulli og ein skál þar ofan upp á. Þar voru sjö lampar ofan á og líka sjö trektir, við hvern lampa, og tvö viðsmjörstré þar hjá, eitt á hægri síðu skálarinnar og annað á vinstri síðu.“

Og eg svaraði og sagði til engilsins sem talaði við mig: „Minn herra, hvað er það?“ Og engillinn sá sem talaði við mig svaraði og sagði til mín: „Veistu ekki hvað það er?“ Og eg sagði: „Nei, minn herra.“ Og hann svaraði og sagði til mín: „Það er orð Drottins um Sóróbabel. [ Það skal hverki ske með magt né hernaði heldur fyrir minn anda, segir Drottinn Sebaót. Hvað ertu, þú stóra fjall, hvert þó vera skal eitt sléttlendi fyrir Sóróbabel? Og hann skal uppfæra þann fyrsta stein so menn skulu hrópa: Guð gefi til lukku, Guð gefi til lukku!“

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Sóróbabels hendur lögðu grundvöllinn þessa húss. Hans hendur skulu og fullkomna það so þér skuluð vita að Drottinn hefur sent mig til yðar. Því hver er sá sem foraktar þessa litla daga? Á hverjum að menn skulu þó gleðja sig og sjá þann mæliþráð í Sóróbabels hendi með þeim sjö, sem eru augu Drottins hver að reisa í gegnum það heilaga land.

Og eg svaraði og sagði til hans: „Hvað eru þau tvö olíutré til hægri og vinstri síðu ljósastjakans?“ Og eg svaraði í annað sinn og sagði til hans: „Hvað eru þær tvær greinir þess viðsmjörsviðartrés sem þar standa hjá þeim tveim gylltum ljósaskærum með hverjum að menn taka skörin af þeim gylltu lömpunum?“ Og hann sagði til mín: „Veistu ekki hvað það er?“ En eg svaraði: „Nei, minn herra.“ Og hann sagði: „Það eru þau tvö olíuviðarbörn sem þar standa hjá höfðingjanum alls landsins.“