IIII.

Því látum oss hræðast það vér forsómum ekki það fyrirheit inn að koma til hans hvíldar og enginn vorra eftir verði. Því að það er oss einnin kunngjört svo sem hinum. En orðið prédikunarinnar hjálpaði hinum ekkert nær þeir trúðu ekki sem það heyrðu. Því að vér hverjir trúum inn göngum í hvíldina so sem að hann segir: „Eg sór í minni reiði það eigi skyldu þeir til minnar hvíldar koma.“

Og að sönnu þá þau verkin í upphafi veraldarinnar gjörðust sagði hann í nokkrum stað af hinum sjöunda degi líka so: [ „Og Guð hvíldist á sjöunda degi af öllum sínum verkum.“ Og hér í þessum stað enn aftur: [ „Þeir skulu eigi koma til minnar hvíldar.“

Með því að þar er enn fyrir höndum að nokkrir skuli inn til þeirrar sömu koma og þeir hverjum það í fyrstu kunngjört er eru þar ekki til komnir fyrir þeirra vantrúar sakir þá ásetur hann enn aftur nokkurn dag eftir slíkan langan tíma og segir fyrir Davíð: „Í dag“ so sem að sagt er: „Í dag, ef þér heyrið hans rödd þá forherðið ekki yðar hjörtu.“ Því að ef Josue hefði þá til hvíldar leitt hefði hann aldreigi eftir það af nokkrum öðrum degi sagt. Fyrir því er þar enn hvíld fyrir höndum fólki Guðs. Því að hver til hans hvíldar er komin hann hvílist einnin af hans verkum so sem Guð af sínum.

So látum oss nú kapp á leggja inn að koma til þessarar hvíldar upp á það að enginn falli í það sama eftirdæmi vantrúarinnar. Því að Guðs orð er lifandi og kröftugt og hverju tvíeggjuðu sverði hvassara og gegnumsmýgur allt þar til það í sundur slítur sálina og andann, einnin brjóst og bein, og er dómari hugrenninganna og hjartans hugarlundar og þar er engin skepna fyrir honum ósýnileg en allir hlutir eru nöktir og óhuldir fyrir hans augliti af hverjum vér tölum.