XI.

Röng vog er svívirðileg fyrir Drottni en fullt vigt er honum þægileg. [

Hvar að er dramblæti þar er fyrirlitning en hvar að er lítillæti þar eru hyggindi.

Sakleysi góðra manna mun leiða þá en illgirni ómildra mun steypa þeim. [

Eigi stoða auðæfi á degi hefndarinnar en réttlæti frelsar frá dauða.

Réttlæti góðs manns gjörir hans veg sléttan en hinn rangláti mun falla fyrir sitt óguðlegt athæfi.

Réttlæti góðra manna mun þá frelsa en forsmánarar munu fangnir verða í sinni illsku.

Nær ómildur maður deyr svo er farin hans von og eftirvæntan ranglátra verður að öngvu.

Sá réttláti verður af sinni neyð frelstur og sá hinn ómildi kemur í hans stað.

Fyrir hræsnarans munn verður náunginn tældur en það athuga réttlátir menn og verða frelsaðir.

Ein borg fagnar nær réttlátum gengur vel en þegar ómildir menn fyrirfarast verða menn glaðir.

Fyrir blessan réttferðugra hefðast einn staður en fyrir munn ómildra verður hann niðurbrotinn.

Hver sinn náung [ skammar sá er heimskur en einn vitur maður stillir það.

Bakmálugur maður opinberar leynda hluti en sá sem með trúföstu hjarta er hann leynir þeim.

Hvar ekkert ráðuneyti er þar hrynur niður fólkið en þar sem eru margir ráðgjafarar þar fer vel fram.

Hver hann gengur í borgun fyrir annan hann mun skaða hafa en sá sem sér tekur vara fyrir að lofa hann er öruggur. [

Ein ástúðleg kvinna heldur heiðrinum en [ ofríkismenn auðæfum.

Miskunnsamur maður gjörir lífi sínu nokkuð gott en sá sem ómiskunnsamur er hrellir einnin sitt hold og blóð.

Ómildra manna erfiði mun bregðast en hver réttlætinu sáir það góss er ófallvalt.

Því að réttlæti stoðar til lífsins en eftir að sækja illum hlutum stoðar til dauðans.

Ragnsnúið hjarta er svívirðilegt fyrir Drottni en á góðum hefur hann þóknan.

Vondum stoðar ekki þó þeir taki saman öllum [ höndum en sæði réttlátra mun frelsað verða.

Fríð kona og óráðvönd er sem svín það er hefur gullhring á grönum.

Ósk réttlátra gengur fram en von ómildra verður að ólukku.

Sumir gefa og hafa æ meir, aðrir innihalda þar þeir skyldu ekki og verða þó þess fátækari.

Sú sála sem nóglega blessar mun fitna og sá sem gjörir [ drukkinn mun og drukkinn gjörðru verða.

Hver korni inniheldur þeim bölvar fólkið en yfir þann það selur kemur blessan.

Hver hann leitar góðs, þann skeður gott en sá sem eftir ólukku sækir mun hana henda.

Hver hann treystir á auðæfi sín hann mun hrasa en réttlátir munu blómgast svo sem grænt lauf.

Hver hann hrellir sitt eigið hús mun eignast [ vind í arfskipti og sá sem heimskur er hlýtur hyggins manns þræll að vera.

Ávöxtur hins réttláta er lífsins [ tréð og vitur maður annast fólkið af hjarta. [

Ef að [ réttlátur hlýtur að þola á jörðunni, hvað miklu meir óguðrækur og syndugur?