XI.

En þá Róbóam kom til Jerúsalem þá safnaði hann að sér öllu húsi Júda og Benjamín, hundrað og áttatígi þúsundum ungra og hraustra stríðsmanna, að berjast við Ísrael og að vinna ríkið aftur undir Róbóam. [ En Drottins orð kom til Semaja guðsmanns og sagði: [ „Seg þú til Róbóam sonar Salómon kóngsins í Júda og til alls Ísraels sem er í Júda og Benjamín: Svo segir Drottinn: Eigi skulu þér ferðast upp þangað og ei heldur berjast í móti yðrum bræðrum. Fari hver til sinna heimkynna því að þetta er skeð af mér.“ Þeir hlýddu orði Drottins og létu af þeirri herför í móti Jeróbóam.

Og Róbóam bjó í Jerúsalem en byggði fasta staði í Júda, sem var Betlehem, Etam, Tekóa, Bet Súr, Sókó, Adúllam, Gat, Maressa, Síf, Adóraím, Lakís, Aseka, Sarega, Ajalon og Hebron. [ Þessar voru inu sterkustu borgir í Júda og Benjamín. Og hann gjörði þær sterkar og setti höfðingja fyrir þær og lagði þar inn vistir, viðsmjör og vín. Og hann lagði vopn, skjöldu og spjót í allar borgir og gjörði þær rammbyggðar. Og hann ríkti yfir Júda og Benjamín.

En prestarnir og Levítarnir komu til hans af öllum Ísrael og af öllum sínum landsálfum því að þeir ofurgáfu sína forstaði og sínar eignir og komu í Júda til Jerúsalem. [ Því að Jeróbóam og hans synir útrýmdu þá so að þeir máttu ekki fremja þeirra prestlegt embætti fyrir Drottni. En hann tók sér presta til þeirra hæða og til þeirra djöfla og kálfa sem hann lét gjöra. Og margir komu eftir þeim af öllum Israelis ættum hverjir sín hjörtu gáfu til þess að leita Drottins Ísraels Guðs í Jerúsalem og að færa sínar fórnir Drottni þeirra feðra Guði. Og þeir efldu ríki Júda og styrktu Róbóam son Salómon í þrjú ár því að þeir gengu á vegi Davíðs og Salómons í þrjú ár.

Og Róbóam tók sér til eiginkvinnu Mahelat dóttir Jerímót sonar Davíðs og Abíhaíl dóttir Elíab sonar Ísaí. [ Hún fæddi honum þessa sonu: Jehús, Samarja og Saham. Eftir það tók hann Maeka dóttir Absalom. Hún fæddi honum Abía, Ataí, Sísa og Selómít. En Róbóam hafði Maeka dóttir Absalom ástkærari heldur en allar aðrar sínar eiginkvonur og frillur. Því hann hafði átján eiginkvinnur og sextígi frillur og hann gat átján og tuttugu sonu og sextígi dætur. Og Róbóam setti Abía son Maeka til eins höfuðs og höfðingja á meðal sinna bræðra því hann ætlaði sér að setja hann til kóngs. [ Og hann efldist og varð megtugri en hans allir synir í landi Júda og Benjamín og í öllum föstum stöðum. Og hann gaf þeim ofurmiklar vistir og tók fjölda eiginkvenna.