LXXI.

Á þig, Drottinn, treysti eg, láttu mig aldrei til skammar verða.

Hjálpa mér þíns réttlætis vegna og leys mig út þaðan, hneig þitt eyra til mín og frelsa mig.

Vert mér örugg hlíf svo að eg megi þangað ætíð hælis leita, þú sem lofað hefur mér að hjálpa, því að þú ert mín [ hella og mín borg.

Minn Guð, hjálpa þú mér út af hendi hinna óguðhræddu, af hendi hins rangláta og víkingsins.

Því að þú ert mitt traust, Drottinn, Drottinn er mín von í frá ungdómi mínum.

Á þig hefi eg treyst þegar í frá móðurkviði, þú hefur útleitt mig af minnar móður lífi, minn lofstír er ætíð af þér.

Eg em mörgum orðinn að undrun, en þú ert mitt styrktartraust.

Lát minn munn þíns lofs og þinnar dýrðar fullan verða daglegana.

Burt kasta mér ekki í minni elli, yfirgef mig ekki þá eð minn máttur minnkar.

Því mínir óvinir mæla á móti mér og þeir eð umsitja mína sál þeir bera sín ráð saman

og segja: „Guð hefur yfirgefið hann, sækið eftir honum og grípið því að þar er enginn sá eð honum hjálpar!“

Guð, vert ekki langt frá mér, minn Guð, flýttu þér mér til hjálpar.

Skammist þeir sín og fyrirfarist sem umsitja mína sálu, með skömm og hneisu munu þeir yfirskyggðir verða sem minnar ógæfu leita.

En eg vil ætíð vona á þig og þinn lofstír einatt mér forauka.

Minn munnur skal kunngjöra þitt réttlæti, daglegana þitt hjálpræði hvert eg kann ei allt upp að telja.

Í krafti Drottins Drottins þá geng eg fram, eg prísa alleinasta þitt réttlæti.

Guð, þú hefur mig menntað í frá barndómi mínum, þar fyri opinbera eg þínar dásemdir.

Yfirgef þú mig ekki, minn Guð, í ellinni, nær eð eg tek gráhærður að verða, þangað til að eg kunngjöri þinn armlegg barnabörnum og þinn kraft öllum þeim eð koma skulu.

Guð, þitt réttlæti er háleitt, þú sem stórmerkin gjörir, Guð, hver er þér líkur?

Því að þú lætur mig rata í margar mannraunir og endurlífgar mig aftur og útleiddir mig aftur neðan úr djúpi jarðarinnar.

Þú miklaðir þín stórmerki fyrir mér og huggaðir mig aftur. Því þakka eg þér einnin með hljóðfærinu fyri þinn sannleik, minn Guð, eg lofsyng þér á hörpuna, þú Hinn heilagi í Ísrael.

Mínar varir og sála mín hverja þú hefur endurleyst eru glaðvær og syngja þér lof,

svo yrkir og einnin mín tunga daglegana um þitt réttlæti því að skammist þeir sín og til skammar verði þeir sem minnar ógæfu leita.