LVII.

Og þér komið hingað, þér synir hennar sem dagana útvelur, þér sæðið hórkonunnar og skækjunnar. [ Á hverjum vilji þér nú yðra lysting hafa? Að hverjum vilji þér nú skæla yðvarn munn og tunguna útrétta? Hvort eru þér ekki þeir synirnir yfirtroðslunnar og það falslega sæðið? Þér sem í hitagirndinni hlaupið til afguðanna undir öll blómguð tré og drepið sjálfs yðvar börn við lækina, undir steinklettunum. Þín umsýslan er við þá flötu lækjarsteinana, þeir hinir sömu eru þín hlutdeild, á þá sömu úthellir þú þínu drykkjaroffri þar eð þú fórnar mataroffur. Skyldi eg hugga mig hér við?

Þú gjörir þitt [ legurúm upp á einu mjög hávu fjalli og þú gengur upp þangað að offra þínar fórnir og fyrir aftan dyrnar og á bak við dyrastafina setur þú þína minning það þú veltir þér frá mér og gengur upp þangað og gjörir þitt legurúm vítt og bindur þinn sáttmála viður þá. Þú elskar þeirra legurúm hvar sem þú sér þau. Þú reisir með viðsmjör til [ kóngsins og hefir allsháttuð smyrsl og sendir þína sendiboða langt í burt og ert so niðurlægð allt til helvítis. Þú ómakar þig í fjöldanum þíns vegar og segir ekki: „Það læt eg“ heldur á meðan þú finnur líf í þinni hendi þá muntu ei mæðast.

Fyrir hverjum syrgir þú og óttast so mjög fyrst að þú fer þó með lygar og hugsar ekki til mín og tekur þér það ekki til hjarta? Þenkir þú að eg muni allt jafnt þegja það þú so gjörvaldlegana óttast mig ekki? En eg mun þitt réttlæti kunnigt gjöra og þín verk að þau skulu þér engin nytsemi vera. Nær eð þú kallar þá láttu þinn flokk hjálpa þér. En vindurinn mun þeim öllum í burt svipta og hégóminn mun í burt taka þá.

En hver hann treystir á mig sá mun landið erfa og eignast mitt hið heilaga fjall og mun segja: [ Gjörið veguna, gjörið veguna, rýmið út veginn, takið burt þær forhindranir af veginum míns fólks, so segir sá Hinn hávi og hann eð upphafinn er, sá eð eilíflegana býr, hvers nafn að heilagt er, eg sá sem í hæðunum og í helgidóminum byggir og í hjá þeim sem hafa sundurknosaðan og lítillátan anda svo að eg lífgi andann hinna lítillátu og hjörtun þeirra í sundurmörðu. Eg mun ei þrátta með jafnaði og ekki reiðast ævinlegana heldur skal hlýr [ andi af mínu augliti blása og eg mun hægan andardrátt gjöra.

Eg var reiður fyrir sakir ranginda þeirra ágirndar og sló þá, geymda mig og varð reiður. Þá ráfuðu þeir hingað og þangað á veginum síns hjarta. En þá eð eg áleit þeirra vegu græddi eg þá og vísaði þeim leið og hugsvalaði þeim sem hörmuðu hina. Eg mun tilreiða ávöxtinn þeirra vara þær eð prédika. Frið, frið, bæði þeim sem fjarlægir eru og svo þeim sem nálægir eru, segir Drottinn, og eg mun lækna þá. En hinir óguðlegu eru sem uppþjótandi sjór sá eð ei kann kyrr að vera og þess bylgjur eð útkasta saur og óhreinindum. Hinir óguðlegu hafa öngvan frið, segir minn Drottinn. [