II.

En þú tala so sem það hæfir heilsusamlegum lærdómi: Öldruðum það þeir sé skírlífir, heiðarlegir, hæfilátir, heilbrigðir í trúnni, í kærleikanum, í þolinmæðinni. [ Líka einnin rosknum konum, að þær hegði sér sem guðræknum hæfir, ekki lastanarsamar, ekki vínsvelgjur, góðar lærimæður að þær læri ungar konur hæfilátar að vera og það að þær hafi kæra sína bændur og elski sín börn, sé skírlífar, hreinferðugar, umsjónarsamar, góðlyndar, sínum bændum undirgefnar, upp á það Guðs orð verði ekki lastað. [ Slíkt líka áminn ungmennin það þau sé siðsöm.

En í öllum hlutum set þig sjálfan fyrirmyndan góðra verka með ómenguðum lærdómi, með stöðuglyndi, með heilsusamlegu og óstraffanlegu orði, upp á það mótstandarinn óvirðist og ekkert hafi það hann kunni vont frá oss að segja. Þjónustumönnunum það þeir sé sínum drottnum undirgefnir og í öllu geðfelldir, veri eigi svörugir, eigi ótrúir, heldur sýni allan góðan trúskap svo að þeir prýði lærdóm Guðs vors lausnara í öllum greinum. [

Því að heilsusamleg náð Guðs er auglýst öllum mönnum og lærir oss það vér skulum afneita óguðlegu athæfi og veraldlegum girndum og lifa sparlega, réttferðuglega og guðlega í þessum heimi og vakta upp á þá sælu von og dýrðarinnar auglýsins hins mikla Guðs og vors lausnara Jesú Christi sem sjálfan sig hefur gefið út fyrir oss upp á það hann endurleysti oss í frá öllu óréttlæti og hreinsaði sér sjálfum fólk til eignar það kostgæfið væri til góðra verka. Þetta tala þú og áminn og straffa með allri alvöru. Lát öngvan forsmá þig.