XIIII.

Eg sá og lamb standa á fjallinu Síon og með því hundrað og fjórar og fjörutígu þúsundir. [ Þeir höfðu nöfn föður síns skrifuð í sínum ennum. Og eg heyrða rödd af himni svo sem mikils vatsfalls og svo sem rödd mikillar reiðarþrumu og röddin sem eg heyrði var sem hörpuslagara þeir eð slá sínar hörpu. Og sungu svo sem nýja lofsöngva fyrir stólnum og fyrir þeim fjórum dýrunum og fyrir öldungunum og enginn gat þann lofsöng numið utan einasta þeir hundrað og fjórir og fjörutígir þúsundir sem keyptir eru af jörðunni. Þessir eru og þeir hverjir eigi flekkaðir eru meður konum því að þeir eru meyjar og fylgja lambinu eftir hvert það gengur. Þessir eru og keyptir út af mönnum Guði til frumburða og lambinu og í þeirra munni er engin lygi fundin því að þeir eru utan flekkan frammi fyrir stóli Guðs.

Og eg sá annan engil fljúga um miðjan himininn. Sá hafði ævinlegt evangelium til að kunngjöra þeim sem á jörðu sitja og byggja og allum þjóðum og kynþáttum og tungumáli og fólki og sagði með hárri röddu: [ „Óttist Guð og gefið honum dýrðina því að kominn er tími hans dóms og tilbiðjið þann sem gjört hefur himin og jörð og sjóin og vatsbrunnana.“

Og annar engill eftirfylgdi. Sá sagði: „Fallin er hún, fallin er hún, Babýlon hin mikla borg því að hún hefur með víni síns saurlífis drykkjað allar þjóðir.“

Og hinn þriðji engill fylgdi honum eftir og sagði með hárri raust: „Ef nokkur tilbiður dýrið og þess mynd og meðtekur það auðkenningarmerki í sitt enni eður á sína hönd, sá man drekka af víni reiðinnar Guðs sem innbyrlað og skært er í bikar hans bræði og mun kvaldur verða í eldi og brennisteini í augliti heilagra engla og fyrir augliti lambsins. Og reykur þeirra písla man uppstíga um aldir og að eilífu og þeir hafa eigi neina hvíld dag og nótt sem dýrið hafa tilbeðið og þess mynd og ef nokkur hefur þess auðkenningarmerki meðtekið. Hér er þolinmæði heilagra, hér eru þeir sem varðveita boðorðin og trúna á Jesúm.“

Og eg heyrða rödd af himni til mín segja: „Skrifa: Sælir eru þeir framliðnu sem í Drottni deyja í frá þessu. Já, andinn segir: Þeir hvílast af sínu erfiði því að þeirra verk fylgja þeim eftir.“

Og eg leit og sjá, að hvítt ský og á skýinu sitja þann líkur var mannsins syni. Sá hafði gullkórónu á sínu höfði og í sinni hendi hvassan sigð. [ Og annar engill gekk út af musterinu. Sá kallaði með hárri raust til þess sem á skýinu sat: „Slá til með sigð þínum og sker upp því kornskerutíminn er kominn af því að haustyrkjan jarðarinnar er þornuð.“ Og sá er á skýinu sat hjó til með sínum sigði á jörðina og jörðin var haustunnin. [

Og annar engill gekk út af musterinu á himni. Sá hafði einnin hvassan sigð. Og annar engill gekk út af altarinu. Sá hafði magt yfir eldinum og hrópaði með miklu kalli til hans sem hvassan sigðinn hafði og sagði: „Högg til með þínum hvassa sigð og sníð af vínviðarkvistu jarðarinnar það þeirra ber eru fullvaxin.“ Og engillinn hjó til með sínum hvassa sigð á jörðina og sneið af vínkvistu jarðarinnar og snaraði þeim í hina miklu vínþrúgu Guðs reiði. Og vínþrúgan varð utan borgar fergð og blóðið gekk út af þrúgunni allt til beisltauma hestanna, um þúsund og sex hundruð renniskeiða.