XCVI.

Syngið Drottni nýjan lofsöng, syngi Drottni öll veröldin,

syngið Drottni og lofið hans nafn, kunngjörið dag frá degi hans hjálpræði.

Kunngjörið á meðal heiðinna þjóða hans dýrð, meðal allsháttaðra þjóða hans dásemdir.

Því að Drottinn er mikill og mjög loflegur, dásamlegur fram yfir alla guði.

Því að allir guðir þjóðanna eru afguðir en Drottinn hann hefur himinninn gjört,

ágæta vel og fagurlega þá stendur fyrir hans augsýn og gengur volduglega og loflega til í hans helgidómi.

Þér þjóðir, færið hingað Drottni, færið hingað Drottni dýrð og magt,

færið hingað Drottni dýrðina hans nafns, færið gjafir og gangið inn í hans fordyri.

Tilbiðjið Drottin í heilögum skrúða, öll veröldin hún óttist hann.

Segið á meðal heiðinna þjóða það Drottinn hann er konungurinn og hafi sitt ríki tilreitt svo vítt sem öll veröldin er að það skuli blífa og hann dæmir fólkið réttvíslega.

Himinninn hann gleðji sig og jörðin sé glaðvær, sjávarhafið það þjóti upp og allt hvað þar er inni,

jarðarfoldin gleðji sig og allt hvað þar er upp á og öll trén í skóginum þá séu glaðvær

fyrir Drottni því að hann kemur, því að hann kemur til að dæma jarðríkið,

hann mun jarðarkringluna dæma með réttvísi og fólkið með sínum sannleika.