XXX.

Og Davíð kóngur sagði til alls safnaðarins: [ „Guð hefur útvalið Salómon, einn af mínum sonum, sem enn nú er bæði ungur og lítill. En gjörningurinn er stór. Því að þetta er ekki eins manns heimili heldur Guðs Drottins. En eg hefi af öllu megni til lagt allan kostnað til þessa Guðs húss smíðis: Gull til gulllegra kera, silfur til silfurkera, kopar til koparkera, járn til járnsmíðis, tré til trésmíðis, onixsteina, greypta gimsteina og mislita steina og allra handa dýrmæta steina og mikla gnótt marmarasteina. Að auk þessa hefi eg gefið af mínu eigin góssi til míns Guðs húss af mínum frjálsa vilja gull og silfur, þrjú þúsund centener gulls af Ófír og sjö þúsund centener klárt silfur. Það gef eg til Guðs heilaga húss, auk alls þess sem eg hefi skikkað til að búa með hússins veggi so að þar sé gull sem gull skal vera, þar silfur sem silfur skal vera og til allsháttaðs smíðisgjörnings fyrir smiðanna hendur. Og hver er nú sjálfviljugur til að fylla sína hönd í dag fyrir Drottni?“

Þá voru feðranna höfðingjar og Ísraels ættar höfðingjar og höfðingjar yfir þúsund og yfir hundrað og so höfðingjar yfir kóngsins eignum vel viljugir og gáfu til embættanna í Guðs húsi fimm þúsund centener gulls og tíu þúsund gyllini og tíu þúsund centener silfurs, átján þúsund centener kopars og hundrað þúsund centener járns og hjá hverjum helst sem steinar urðu fundnir þá gáfu þeir þá til Guðs húss fjársjóða undir Jehíel Gersoniters hönd. [ Og fólkið var fagnandi að þeir voru so sjálfviljugir því þeir gáfu Drottni af öllu hjarta sjálfviljugir.

Og Davíð kóngur gladdi sig mikillega og lofaði Guð og sagði fyrir öllum almúganum: [ „Lofaður sé Drottinn Ísrael vorra feðra Guð ævinlega. Þér ber veldið og maktin, dýrðin, sigur og þakkargjörð. Því allt það sem er á himni og jörðu, það er þitt. Ríkið er þitt og þú ert upphafinn yfir alla höfðingja. Þín eru auðævin, þín er dýrðin. Þú stjórnar yfir alla hluti, magt og styrkur er í þinni hendi og það stendur í þinni hendi að gjöra manninn stóran og sterkan.

Nú vor Guð, vér þökkum þér og göfgum þitt hið dýrðarlega nafn. Því hvað er eg, hvað er mitt fólk að vér skyldum hafa magt til þvílíkt viljuglega að gefa sem nú sker? Því að það er allt komið af þér og af þinni eigin hendi höfum vér það gefið þér. Því að vér erum gestir og framandi fyrir þér, líka sem allir vorir forfeður. [ Vort líf á jörðunni er líka sem skuggi og þar er engin dvöl. Drottinn vor Guð, öll þessi gnótt sem vér höfum til búið að byggja þér með eitt hús til þíns heilaga nafns, það er komið af þinni hendi og það er allt saman þitt.

Minn Guð, eg veit að þú rannsakar hjörtun og elskar einfaldleika. Því hefi eg af einu einföldu hjarta gefið þér þetta viljuglega og með gleði hefi eg nú séð þitt fólk það sem nú er hér að það hefur gefið þér sjálfviljuglega. Drottinn vorra feðra, Abrahams, Ísaks og Ísraels Guð, varðveittu ævinlega soddan sinni í hjarta þíns fólks og tilreið þú þeirra hjörtu til þín. Og gef mínum syni Salómoni eitt algjört hjarta að hann haldi þín boð, þinn vitnisburð og þín réttindi að gjöra það allt saman og að byggja þetta hús sem eg hefi tilsett.“

Og Davíð sagði til alls almúgans: „Lofið Drottin yðarn Guð.“ Og allur söfnuðurinn lofaði Drottin Guð sinna feðra, þeir hneigðu sig og tilbaðu Drottin og kónginn. Og þeir færðu Drottni fórnir. Og að öðrum morni offruðu þeir til brennifórnar þúsund uxum, þúsund sauðum, þúsund lömbum, með þeirra drykkjarfórn. Og mannfjöldinn af Ísrael offraði, átu og drukku með stórum fagnaði þann sama dag fyrir Drottni.

Og þeir tóku Salómon son Davíðs til kóngs í annað sinn og smurðu hann Drottni til eins höfðingja og Sadók til kennimanns.

So sat Salómon í Drottins hásæti, einn kóngur í síns föðurs stað Davíðs, og varð lukkusamur. [ Og allur Israelis almúgi var honum hlýðinn. Og allir höfðingjarnir og þeir inu voldugustu og allir synir Davíðs kóngs urðu undirgefnir Salómon kóngi. Og Drottinn miklaði Salómon mjög fyrir öllum Ísrael og gaf honum eitt lofsamlegt kóngsríki, þvílíkt að enginn fyrir hann hafði haft í Ísrael.

Svo var nú sonur Jesaí Davíð kóngur yfir allan Ísrael. En sá tími sem hann ríkti yfir Ísrael eru fjörutígi ár. Hann ríkti sjö ár í Hebron, þrettán ár og tuttugu í Jerúsalem og andaðist í góðri elli, saddur af dögum, ríkdómi og æru. [ Og Salómon hans son varð kóngur í hans stað. En Davíðs kóngs gjörningar, bæði þeir fyrstu og síðustu, sjá, þeir eru skrifaðir í Gjörningabók Samúels sjáanda og á meðal Gjörninga Natan spámanns og á Bók Gað þess sjáanda og allt hans kóngsríki, magt og tími, hvað fram er liðið á hans dögum, bæði í Ísrael og í öllum öðrum kóngaríkjum í landinu.

Endir á þeirri Fyrri Kroníkubókinni.