CXXVIII.

Lofsöngur í hákornum.

Sæll er sá maður sem óttast Drottin og gengur á hans vegum.

Út af erfiði handa þinna muntu næra þig.

Sæll ertu þess og vel mun þér ganga.

Þín húsfreyja mun vera so sem ávaxtarsamur vínviður umhverfis þitt hús, þín börn so sem viðsmjörsviðarkvistir í kringum þitt matborð.

Sjá þú, svo verður sá maður blessaður sem hann óttast Drottin.

Drottinn mun blessa þig út af Síon svo að þú sjáir auðlegðina Jerúsalem alla þína lífdaga

og þú munt sjá þín barnabörn, friðinn yfir Ísrael.