Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tak Aron og hans sonu með honum og þeirra klæði og smurningaroleum og eirn uxa til syndoffurs, tvo hrúta og eina körf með ósýrt brauð, og samansafna öllum almúganum utan fyrir vitnisburðarbúðardyrum.“ [ Og Móses gjörði sem Drottinn bauð honum og samansafnaði öllum almúganum fyrir vitnisburðarbúðardyrunum og sagði til þeirra: „Þetta er sem Drottinn hefur boðið að gjöra.“

Og hann tók Aron og hans sonu og þvoði þá í vatni og færði hann í lífkyrtilinn og umgyrti hann með einu belti og færði hann í silkimöttulinn og lét yfir hann lífkyrtilinn og gyrti hann utan yfir lífkyrtilinn. [ Og hann hengdi brjóstskjöldinn uppá hann og í brjóstskjöldinn ljósið og réttinn. Og hann setti mítrið uppá hans höfuð og setti þá gullspöng af þeirri helgu kórónu framan á mítrið á hans enni, sem Drottinn hafði boðið Móse.

Og Móses tók smurningaroleum og smurði tjaldbúðina og allt það sem var þar inni og vígði það. [ Og hann stökkti sjö reisur á altarið þar af og smurði altarið og allt það sem þar tilheyrði, laugarkerið með sínum fæti, að það væri vígt. Og hann hellti smurningaroleo yfir Arons höfuð og smurði hann so að hann væri vígður og leiddi Arons syni þar að og færði þá í lífkyrtla og gyrti þá með belti og setti húfurnar uppá þá, sem Drottinn hafði boðið honum.

Og hann lét leiða eirn uxa fram til syndaoffurs. [ Og Aron og hans synir lögðu sínar hendur yfir hans höfuð og so var honum slátrað. Og Móses tók af blóðinu og strauk því um altarishornin rétt um kring með sínum fingri og hreinsaði altarið. Og hann hellti blóðinu niður hjá altarinu, hjá þess fæti, og vígði það til forlíkunar. Og hann tók allt það sem feitt var innyflunum, lifrarnetjuna og þau tvö nýrun með nýrnamörnum og upptendraði það á altarinu. [ En uxann með hans húð, kjöt og myki brenndi hann með eldi fyrir utan herbúðirnar, so sem Drottinn hafði boðið honum.

Og hann leiddi eirn hrút fram til brennioffurs og Aron og hans synir lögðu sínar hendur yfir hans höfuð og so var honum slátrað. Og Móses stökkti blóðinu kringum altarið og hjó hrútinn í stykki og upptendraði höfuðið, stykkinn og kroppinn. En hann þvoði innyflin og beinin í vatni og upptendraði so allan hrútinn á altarið. Það var eitt brennioffur, eirn sætleiks ilmur og eirn eldur fyrir Drottni, sem Drottinn hafði boðið honum.

Hann leiddi og þann fyllingaroffurs hrútinn fram og Aron með sínum sonum lögðu hendur yfir hans höfuð og so var honum slátrað. [ Og Móses tók af hans blóði og smurði á Arons hægra eyrnasnepil og á hans hægri þumalfingur og á hans hægri þumaltá. Og hann leiddi Arons syni fram og smurði af blóðinu á þeirra hægra eyrnasnepil og á þeirra hægra þumalfingur og á þeirra hægri þumaltá og dreyfði blóðinu rétt um kring á altarinu.

So tók hann það feita og róuna og allan mörinn og lifrarnetjuna og bæði nýrun og það feita þar með fylgdi og þann hægra bóginn. Þar til tók hann og af körfinni þess ósýrða brauðs fyrir Drottni, ósýrða köku eina og eina köku af því brauði sem mengað var með oleo og eirn leif og lagði þetta ofan á það feita og ofan á þann hægra bóginn og fékk Aroni og hans sonum það alltsaman aftur í hendur og veifaði því til veifunar fyrir Drottni. So tók hann það alltsaman aftur af þeirra höndum og uppkveikti það á altarinu ofan uppá brennifórninni því það er eitt fyllingaroffur, til eins sæts ilms, eirn eldur fyrir Drottni. Og Móses tók bringuna og veifaði með veifingu fyrir Drottni af fyllingaroffurs hrúti og það fékk Móses í sinn part, sem Drottinn hafði boðið honum.

Og Móses tók af smurningaroleo og af blóðinu af altarinu og staukkti á Aron og á hans klæði, á hans sonu og á þeirra klæði, og vígði so Aron og hans klæði, hans syni og þeirra klæði með honum, og sagði til Arons og hans sona: „Matgjörið kjötið fyrir utan vitnisburðarbúðardyrnar og etið það í sama stað með því brauði sem er í fyllioffursins körf, sem mér er bífalað og sagt, að Aron og hans synir skulu eta það. En hvað sem leyfist af kjötinu og brauðinu það skulu þér uppbrenna með eldi.

Og í sjö daga skulu þér ekki ganga út um vitnisburðarbúðardyrnar, fyrr en yðar fylloffurdagar eru fullkomnir, því að yðar hendur eru [ fylltar í sjö daga sem nú er skeð uppá þennan dag. Drottinn bífalaði so að gjöra uppá það að þér skuluð vera forlíktir. Og þér skuluð vera sjö daga fyrir vitnisburðarbúðardyrunum, dag og nótt, og skuluð Drottins varðhalds gæta, so þér deyið ekki, því so er það mér boðið.“ Og Aron og hans synir gjörðu allt það sem Drottinn hafði boðið fyrir Mósen.