Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Gjör þér tvo lúðra af kláru silfri so þú megir hafa þá þar til að kalla almúgann saman og þegar yðar her skal herbúðum svipta. [ Þegar blásið er í þá báða einfaldlega þá skal allur almúginn samansafnast til þín utan fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyrum. Og þá blásið er í annan einfaldlega þá skulu höfðingjarnir safnast til þín og þeir inu yppustu yfir þúsund í Ísrael. En þá lúðurinn gellur lengi og trametar þá skal sá flokkur herbúðum svipta sem er í austri. Og þá þeir blása í annan tíma og trameta þá skal sá flokkur tjöldum svipta sem liggur í mót suðri. Því þá þeir skulu ferðast þá skulu þeir trameta. En þá almúginn skal samankoma þá skulu þér einfaldlega blása og ekki trameta. Prestarnir Arons skulu blása í lúðrana og það skal vera ein lögtekin skikkan hjá yðrum eftirkomendum.

Þá er þér dragið í stríð í yðar landi í móti yðrum óvinum sem gjöra yður skaða þá skulu þér trameta með lúðrunum so yðar megi minnst verða fyrir Drottni yðrum Guði og að þér verðið frelstir frá yðrum óvinum. [ Sömuleiðis þá þér hafið fagnað á yðar hátíðum og á yðrum nýjum mánuðum þá skulu þér blása í trameturnar yfir yðar brennifórnum og þakkaroffri so að yðar verði minnst fyrir yðrum Guði. Ég er Drottinn yðar Guð.“

Á þeim tuttugasta degi í þeim öðrum mánaði og á því öðru ári hófst skýið upp frá vitnisburðarins tjaldbúðinni. Og Ísraelssynir tóku sig upp og drógu af eyðimörkinni Sínaí og skýið nam staðar í þeirri eyðimörku Paran. [ En þessir sviptu fyrst herbúðum eftir orðum Drottins við Mósen, sem er fyrst voru merki herbúðanna Júda sona og þeirra flokkur og höfðingi fyrir þeirra liði var Nahasson son Ammínadab. [ Og Netaneel son Súar var höfðingi yfir liði Ísaskars sona ættar. Og Elíab son Helon var höfðingi yfir liði Sebúlonsona ættar. Þar með tóku þeir og tjaldbúðina niður og synir Gerson og Merarí fóru og báru tjaldbúðina.

Því næst fór merki herbúða Rúben og þeirra lið og Elísúr son Sedeúr var höfðingi yfir þeirra liði. [ Selúmíel son Súrí Sadaí var höfðingi fyrir liði Símeonissona ættar. Og Elíasaf son Degúels var höfðingi yfir liði Gað sona ættar. Þá fóru og so Kahatíterne og báru helgidóminn. Og hinir aðrir reistu tjaldbúðina upp (á meðan) þar til að þessir komu eftir þeim.

Þar næst fór merki Efraíms sona herbúða og þeirra lið og Elísama son Amíhúd var þeirra höfðingi. [ Og Gamlíel son Pedasúr var höfðingi yfir liði Manasse sona ættar. Og Abídan son Gídeóní var höfðingi yfir liði Benjamíns ættar.

Hér næst fór merki sona Dans herbúða og þeirra lið og þá var öllum herbúðum svipt. [ Og Ahíeser son Ammí-Sadaí var höfðingi yfir þeirra liði. Og Pagíel son Okran var höfðingi yfir liði Asser sona ættar. Og Ahíar son Enan var höfðingi fyrir liði Neftalí sona ættar. Með þessari skipan fóru Ísraelssynir og þeirra herlið.

Og Móses sagði til síns mágs Hóbab, sonar Regúel, af Madían: „Vér förum til þess staðar um hvern Drottinn hefur sagt: Ég vil gefa yður hann. Því far nú með oss, þá viljum vér gjöra vel til þín, það Drotitnn hefur lofað Ísrael góðu.“ En hann svaraði: „Eigi vil ég fara með yður, heldur mun ég fara til minnar ættjarðar.“ En hann sagði: „Kæri, forlát oss ekki, því þú veist hvar vér skulum setja vorar herbúðir í eyðimörkinni og þú skalt vera vort [ auga. Og ef þú fer með oss þá viljum vér gjöra vel til þín af því góða sem Drottinn gefur oss.“

So ferðuðust þeir frá fjalli Drottins þriggja daga leið og sáttmálsaurk Drottins fór fyrir þeim þá sömu þriggja daga leið til að vísa þeim veginn hvar þeir skyldu hvíla. Og ský Drottins var yfir þeim um daga þá þeir fóru af herbúðunum. [

Og þá örkin fór þá sagði Móses: „Rís upp, þú Drottinn, lát þína óvini tvístrast og flýi allir fyrir þér þeir sem þig hata.“ [ Og þá örkin var niðursett þá sagði hann: „Kom aftur, þú Drottinn, til fjöldans þúsundanna Ísrael.“