II.

Son minn, viltu Guðs þjónustu maður vera þá bú þig við [ freistni. [ Haltu kyrru fyrir og veiklast ekki þá menn lokka þig þar frá. Hlatu þig að Guði og vík ekki frá honum so að þú jafnan styrkvari verðir. Allt hvað þér gengur á móti líð þú þolinmóðlega og vert þolinmóður í alls konar hryggð. Því að líka sem gullið fyrir eldinn reynist so líka verða þeir inu sömu sem Guði eru þekkir fyrir eld hryggðarinnar reyndir. Treystu Guði, þá mun hann hjálpa þér. Gjör þína vegu rétta og vona til hans.

Þér sem óttist Drottin, vonið til hans og treystið honum því það mun yður ei bregðast. Þér sem óttist Drottin, væntið hins besta af honum, svo mun yður alla tíma náð og huggun veitast. Þér sem óttist Drottin, væntið hans náðar og víkið ekki af svo þér ekki til grunns gangið.

Líti þér á dæmi hinna gömlu og merkið þau. Hver hefur nokkurn tíma skammaður orðið sá sem upp á hann vonað hefur? Hver hefur nokkurn tíma verið fyrirlátinn sá sem staðið hefur í Guðs ótta? Eður hver hefur nokkurn tíma af honum forsmáður verið sá sem að á hann kallað hefur? Því að Drottinn er náðugur og miskunnsamur og [ fyrirgefur syndirnar og hjálpar í neyðinni.

Vei verði þeim sem á Guð mistreystir og ekki fastheldur og þeim óguðhræddu sem hingað og þangað veiklast! Vei efunarsömum því þeir trúa ekki! Þar fyrir munu þeir ekki verða verndaðir. Vei þeim sem ekki blífa stöðugir! Hvernin mun þeim vegna þegar Drottinn vill þá heimsækja?

Þeir sem óttast Drottin trúa hans orði og þeir sem hann elska halda hans boðorð. Þeir sem Drottin óttast gjöra hvað honum líkar vel og þeir sem hann elska halda lögmálið réttilega. Þeir sem Drottin óttast reiðubúa sín hjörtu og auðmýkja sig fyrir honum og segja: „Vér viljum heldur í hendur Drottins falla en í manna hendur því hans miskunnsemi er so mikil sem hann sjálfur er.“ [