II.

Þá þetta var skeð og reiði rann af Assvero kóngi þá minntist hann á Vastí, hvað hún hafði gjört og hvör dómur gengið hafði yfir hana. Þá sögðu kóngsins þénarar þeir sem honum þjónuðu: „Menn skulu leita kónginum eftir fríðum jómfrúm og að kóngurinn setji tilsjónarmenn um öll lönd hans ríkis þeir eð samansafni öllum ungum vænum meyjum til Súsanslots, í frúrstofuna undir hönd kóngsins geldings sá sem varðveitir kvinnurnar, að hann gefi þeim þeirra skart, og hver sú píka sem kónginum þóknast verði hún drottning í staðinn Vastí.“ Þetta líkaði kónginum vel og hann bauð að gjöra svo.

Og þar var ein nmaður í borginni Súsan, Gyðingaættar. [ Hann hét Mardokeus son Jaír, sonar Símeí, sonar Kís, af ætt Jemini. Hann hafði verið fluttur frá Jerúsalem þá Jekonja Júdakóngur var fangaður hvern Nabogodonosr flutti til Babýlon. Hann var fóstri Hadassa hver að öðru nafni hét Ester, hún var hans bróðurdóttir, því hún hafði misst bæði föður og móður og hún var mjög væn og fríð jungfrú. [ Og þá hennar faðir og móðir önduðust þá tók Mardokeus hana að sér í dóttur stað. Þá þetta kóngsins boð og lögmál barst út og margar píkur voru hafðar til borgar Súsan og í hendur fengnar Hegí geldingi þá var og Ester leidd til kóngsins húss undir hendur Hegí sá eð kvinnurnar geymdi. Og þessi píka þóknaðist honum og hún fann náð fyrir honum. Og hann flýtti sér með hennar búning so hún fengi sinn part. Hann gaf henni sjö fínar jungfrúr af kóngsins húsi og þann besta samastað sem var í frúrstofunni valdi hann henni og hennar píkum. En Ester sagði honum ekki frá sínu fólki né frá sinni ætt því Mardokeus hafði boðið henni að hún skyldi láta öngvan þar af vita. Og Mardokeus gekk daglega í forgarðinn hjá jungfrúrherberginu að hann vildi vita hvert Ester gekk vel og hvað um hana liði.

Og þá ásettur tími hverrar jungfrúr var komin að hún skyldi koma til Assverus kóngs eftir það hún hafði verið tólf mánuði að prýða sig (því að þeirra starfstími skyldi hafa svo langa tíð, sem var sex mánuði skyldi þær smyrja sig með mirru og balsamum og aðra sex mánuði með öðrum dýrlegum smyrslum og eftir það skyldu þær vera fullprýddar) og so skyldi hver jungfrú til kóngsins í senn ganga og hvað hún vildi það skyldu menn gefa henni sem ganga skyldi með henni frá jungfrúrherberginu til kóngsins húss. Og þegar nokkur kom inn um kveldið gekk hún aftur um morguninn frá honum í þá aðra frúrstofu undir hönd Saasgas sem var kóngsins geldingur hver eð varðveitti kóngsins frillur. Og hún mátti ekki koma aftur til kóngsins nema kóngurinn vildi og léti kalla á hana með nafni.

Og sem sá tími kom að Ester dóttir Abíhael bróðurdóttir Mardokei (hverja hann hafði tekið sér til dóttur) skyldi koma til kóngsins þá bað hún einskis utan hvað sem Hegí kóngsins geldingur kvennavaktari sagði. Og Ester fann náð hjá öllum sem hana sáu. Og Ester var leidd til Assverus kóngs í hans konunglegan sal á þeim tíunda mánuði sem heitir tebet, á sjöunda ári hans ríkis. [ Og kóngurinn elskaði Ester fram yfir allar kvinnur og hún fann náð og miskunn fyri honum fram yfir allar jungfrúr. Og hann setti þá konunglegu kórónu á hennar höfuð og gjörði hana að drottningu í staðinn Vastí. Og kóngurinn gjörði öllum sínum höfðingjum og þénurum eitt mikið gestaboð og það gestaboð var gjört vegna Ester. Og eftir þetta gaf hann löndunum hvíld og skenkti út kónglegar gáfur.

Og sem í annað sinn var samansafnað jungfrúnum sat Mardokeus í kóngsins portdyrum. [ En Ester hafði enn ekki sagt til sinnar ættar og eigi heldur kunngjört um sitt fólk því Mardokeus hafði svo boðið henni. Því að Ester gjörði eftir hans orðum, líka so sem þá hann var hennar fóstri.

Og á þeim sama tíma sem Mardokeus sat í kóngsins porti voru tveir tilsettir af kóngsins herbergissveinum, Bigtan og Teres, að vakta portdyrnar. [ Þeir urðu reiðir og leituðu við að leggja sínar hendur á Assverum. Þessa varð Mardokeus vísari og hann undirvísaði það Ester drottningu en Ester sagði það kónginum Mardokei vegna. Og þá menn rannsökuðu þvílík efni þá hittist það satt vera. Og þeir urðu báðir hengdir á gálga. Og þetta var skrifað í kóngsins annálabók.