XV.

Sálmur Davíðs

Drottinn, hver fær að búa í þinni tjaldbúð eður hver mun hvílast upp á þínu heilögu fjalli?

Hann sá eð framgengur flekklaus og gjörir rétt og talar sannleikinn út af hjarta,

hver eð ekki sviksamlega mælir með sinni tungu og náunga sínum ekkert illt gjörir og leggur ekki sínum náunga neitt lastlegt til,

hver hann leiðir hjá sér hinn illgjarna en í heiðri hefur hinn guðhrædda, hver hann sver sínum náunga og svíkur hann ekki,

hver hann gefur ekki fé út upp á okur og tekur ekki mútu yfir þann hinn saklausa. Hver eð þetta gjörir sá mun stöðugur blífa ævinlega.