CXXXVIII.

Davíðs.

Eg þakka þér út af öllu hjarta, fyrir augsýn [ guðanna vil eg þér lofsyngja.

Eg vil biðja til þíns heilags musteris og þínu nafni þakkir gjöra fyrir þína miskunnsemi og sannleika því þitt nafn hefur þú miklað framar en alla hluti, fyrir þitt orð.

Nær eð eg ákalla þig þá bænheyr þú mig og gef sálu minni kraft mikinn.

Drottinn, allir kóngar á jörðu þakka þér því að þeir heyra orðin munns þíns

og syngja á vegum Drottins það dýrðin Drottins sé ærileg.

Því að Drottinn hann er veglegur og lítur á hið aumlega og þekkir hinn ríkiláta álengdar.

Þó að eg reiki í miðri harmkvælingunni þá endurlífgar þú mig og útbreiðir þi´na hönd yfir reiði óvina minna og hjálpar mér með þinni hægri hönd.

Drottinn mun þar ending á gjöra minna vegna, Drottinn, þín miskunnsemi er eilífleg, verkin þinna handa þa vildir þú ekki yfirgefa.