II.

So áminni eg nú það vér umfram alla hluti gjörum í fyrstu bónir, bænir, fyrirbeiðslur, þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og fyrir öllum yfirboðurum, upp á það vér mættum hafa spakt og rósamt líferni í allri guðrækni og siðsemd. [ Því slíkt er gott, þar til einnin þakknæmt, fyrir Guði vorum hjálpara, sá sem vill það allir menn hjálpist og til viðurkenningar sannleiksins komist. Því að þar er einn Guð og einn meðalgangari milli Guðs og mannanna sem er sá maður Christus Jesús, hver sjálfan sig hefur útgefið fyrir alla til endurlausnar það þetta yrði prédikað í hans tíð. Þar til eg em prédikari og postuli settur (eg segi sannleik í Christo Jesú og lýg ekki), lærari heiðinna í trúnni og í sannleiknum.

So vil eg nú það að mennirnir biðji í öllum stöðum og upphefi heilagar hendur án reiði og [ örvilnunar. Slíkt hið sama konunar að þær prýði sig í sómasamlegum búnaði með blygð og hreinferði, eigi meður hárfléttan eður gulli eður perlum eða dýrmætum klæðnaði heldur so sem það konunum hæfir, auðsýnandi guðhræðslu fyrir góðverk. Kvinnurnar læri í þögn með allri undirgefni. En það tilsteðju vér ekki kvinnunni það hún kenni, ekki heldur það hún sé mannsins herra heldur það hún sé þögul. Því að Adam er fyrri skapaður, eftir á Eva. Og Adam varð eigi svikinn en konan varð svikin og hefur yfirtroðsluna innleitt. [ En hún mun hjálpast fyrir barnsburð ef hún blífur í trúnni og í kærleikanum og í helguninni með hreinferði.