XVIII.

Vei því landinu sem að fer undir seglanna skugga þessumegin vatnanna í Blálandi, hvert eð boðskapinn útsendir á hafinu og í reyrskipunum á vötnunum fer. Farið héðan, þér skjótir sendiboðar, til þeirrar þjóðar sem rænd og rutluð er, til þess fólksins sem ógurlegra er en nokkurt annað, til þess fólksins sem út af er mælt og niðurtroðið, hvers land vatnsflóðin undirleggja. Allir þér sem á jarðríki byggið og þeir sem í landinu búa munu sjá hvenrin það merkin á fjöllunum munu út fljúga og heyra það hvernin lúðrarnir munu blásast.

Því að svo segir Drottinn til mín: Eg vil kyrru fyrir halda og umskyggnast í mínum stað, líka sem eitt hitaveður það sem uppþurrkar regnið og so sem náttdögg út í hita haustvinnunnar. Því að fyrir haustyrkjutímann mun ávöxturinn uppvisna og sá aldinisvísirinn í blómsturtíðinni uppþorna so það stengurnar hljóti menn með kornsigðum í burtu að sníða og vínkvistuna af að höggva og í burt kasta, so það menn hljóta til samans að liggja láta fuglana á fjöllunum og dýrin í landinu, so það á sumarið hreiðri fuglarnir þar inni og á veturinn liggi þar inni alls kyns dýr í landinu.

Á þeim tíma mun það hið sundurdreifða og hið rænta fólkið, það sem ógurlegra er en nokkurt annað, það út af er mælt og niðurtroðið, hvers land vatsflóð undirleggja, fórnir færa Drottni Sebaót í þeim stað þar eð nafnið Drottins Sebaót er, til fjallsins Síon.