VIII.

Verið illmannlegir, þér lýðir, og rennið þó undan. [ Heyri þér það allir, þér sem í fjarlægum löndum eruð. Herklæðið yður og flýið þó undan, búið yður vel út og verið þó á flótta reknir. Samsetjið ráðagjörðir en þar verði þó ekki af, hafið samtök en það hafi þó öngvan stað, það hér er Immanúel.

Því að so segir Drottinn til mín, líka sem að tæki hann í hönd mér og segði mér til, það ei skyldi eg ganga á vegum fólks þessa og sagði: Eigi skulu þér segja: [ Sáttmáli! Þetta fólk kann af öngu að segja nema sáttmála. Verið ei so óttaslegnir og ekki svo kvíðusamir sem þeir ero heldur helgið Drottin Sebaót, látið hann vera yðar hræðslu og ótta, þá mun hann yður til helgunar vera en einn ásteytingarstein og ein hneykslunarhella þeim tveimur húsum Ísraels og til einnrar snöru og hröpunar þeim borgarmönnum til Jerúsalem so það margir af þeim reki sig þar á, falli, foreyðist, bundnir og herteknir verði.

Bitt til samans vitnisburðinn og innsigla lögmálið mínum lærisveinum. Því að eg vona upp á Drottin hver eð sitt andlit hefur tilbyrgt fyrir húsi Jakobs. En eg bíð eftir honum. Sjá þú, hér em eg og þau börn sem Drottinn hefir mér gefið til teikns og stórmerkis í Ísrael, af Drottni Sebaót, hver eð byggir upp á fjallinu Síon.

En nær eð þeir segja til yðar: „Þér verðið að spyrja sannsagnarmennina að og hina sem af teiiknum ráða, hverjir eð þvagla og [ þræta“ þá segið: „Hvort skal fólkið ei spyrja sinn Guð eður er það réttara að spyrja hina dauðu heldur en hina lifandi?“ Já, eftir lögmálið og vitnisburðinum. En ef þeir segja ekki það sama þá munu þeir ekki morgunljósið hafa heldur munu þeir fara um kring í landino hart slegnir og hungraðir. En nær eð þeir líða nú hungur reiðast þeir og bölva sínum kóngi og sínum Guði og munu svo ýmist líta upp yfir sig og niður á jörðina og öngvan hlut finna utan myrkur og harmkvæli. Því að þeir ero mæddir í harmkvælunum og fara villir í myrkrinu. [ Því að þar mun ein önnur mæða vera sem þeim gjörir mein heldur en sú sem á þeim fyrri tímönum var þá ð það gekk so hóglega til í landinu Sabúlon og í landinu Naftalí og hér seinna meir þá það varð enn þyngra út við veginn sjávarins þessumegin Jórdanar í þeirri heiðnu Galilea.