LXXVIII.

Menntanarfræði Assaf.

Hyggið þér, mitt fólk, að mínu lögmáli, hneigið yðar eyru til ræðu míns munns.

Eg vil mínum munni upplúka með eftirlíkingu og þau hinu gömlu dæmin framsetja, [

þau eð vér höfum heyrt og vitum af og vorir forfeður hafa sagt oss

svo að vér skyldum ei hylja það fyrir þeirra börnum og eftirkomendum og kunngjöra lof Drottins, hans magt og dásemdir þær eð hann hefur gjört.

Hann upphóf einn vitnisburð í Jakob og gaf eitt lögmál í Ísrael, hvert eð hann bauð feðrum vorum að kenna sonum sínum

so að þeirra eftirkomendur lærðu það og þau börn sem skyldu borin verða, so að nær þau kæmi þá kunngjörðu þau það einnin sínum börnum

svo að þeir setti einnin sína von til Guðs og forgleymdi ekki þeim dásemdarverkum og héldi hans boðorð

og að þeir verði ekki líka sem feður þeirra, þrjóskfullt og óhlýðugt slekti, hverra hjarta það ekki réttferðugt var og þeirra andi hélt ekki trúlega við Guð.

So sem það synir [ Efraím þeir eð brynjaðir bogaskeytin færðu fráféllu á [ ófriðartímanum.

Sáttmálann Guðs héldu þeir ekki og í hans lögmáli vildu þeir ei ganga.

Og þeir forgleymdu hans velgjörningum og hans dásemdum sem hann hafði auðsýnt þeim.

Fyrir feðrum þeirra gjörði hann stórmerki á Egyptalandi, á völlunum við Sóan.

Hann í sundurskipti hafinu og lét þá þar í gegnum ganga og setti up vatnið líka sem múrvegg. [

Á daginn leiddi hann þá með skýinu en á næturnar í birtunni eldsins.

Hann í sundurklauf hellubjargið á eyðimörkinni og gaf þeim vatn að drekka yfirgnæfanlega. [

Og hann lét uppspretta af hellunni so að þeir flutu þaðan í burt sem aðrir vatsstraumar.

Þó syndguðu þeir enn framar meir á móti honum og til reiði reittu Hinn hæðsta á eyðimörkinni.

Og þeir freistuðu Guðs í sínum hjörtum því að þeir heimtu fæðslu fyrir sínar sálir

og mæltu á móti Guði og sögðu: „Hvernin skyuldi Guð kunna matborð að búa í eyðimörkinni?

Sjá þú, þó hann hafi helluna so slegið og vatn flyti þ.ar út og lækir dundu þar fram

en hvernin skal hann kunna brauð að gefa og sínu fólki kjöt að matreiða?“

Þá eð Drottinn heyrði nú slíkt gramdist honum þetta og eldur tók að tendrast í bland Jakob og reiði kom yfir Ísrael

því að þeir trúðu ekki á Guð og vonuðu ekki upp á hans hjálpræði.

Og hann bauð skýjunum þar uppi og upplauk dyrum himinsins

og hann lét þeim ofan rigna manna til fæðslu og gaf þeim himnabrauð. [

Þeir átu englabrauð, hann sendi þeim nóglega fæðslu.

Hann lét blása austanvind af loftinu og fyrir sinn kraft hrærði hann þann sunnanvind.

Og hann lét kjöti yfir þá rigna svo sem moldardufti og fuglana svo þykkt sem sjávarsand.

Og hann lét þá alls staðar niður detta á millum landtjalda þeirra þar eð þeir sinn bústað höfðu.

Nær eð þeir höfðu nú haft sína lysting og á meðan þeir átu þar af

þá kom Guðs reiði yfir þá og í hel sló hina æðstu af þeim og drap þar niður þá hina bestu í Ísrael.

En að auk alls þessa þá syndguðust þeir enn framarmeir og trúðu ekki á hans dásemdarverk.

Þar fyrir lét hann þá deyja í burt svo að þeir [ öðluðust ekkert og hlutu um sína lífdaga plágaðir að vera.

Nær eð hann sló þá niður leituðu þeir hans og sneru sér árla til Guðs.

Og þeir hugsuðu það Guð hann væri þeirra traust og sá hinn hæðsti Guð þeirra frelsari.

Og þeir smjöðruðu að honum með munni sínum og lugu að honum með sínum tungum.

En þeirra hjarta var ekki réttsinnugt til hans og ekki voru þeir trúlyndir í hans sáttmála.

En hann var þeim miskunnsamur og fyrirgaf þeim misgjörðina og afmáði þá ekki og í burtsneri oftsinnis sinni reiði og lét ekki alla sína reiði yfir þá koma.

Því að hann þenkti á það þeir væri hold og sá vindur eð í burt líður og ekki aftur kemur.

Mjög oft reittu þeir hann í eyðimörkinni og egndu hann til reiði á þeim öræfunum.

Þeir [ freistuðu Guðs einatt aftur og vildu kenna Þeim heilaga í Ísrael.

Þeir minntust ekki á hans hönd á þeim degi eð hann frelsaði á í frá óvinunum,

hversu hann hafði gjört sín stórmerki á Egyptalandi og sín dásemdarverk í landinu Sóan,

þá eð hann umsneri þeirra vötnum í blóð so að þeir gátu ekki úr sínum vatsbrunnum drukkið,

þá hann útsendi meðal þeirra illskuormana sem átu þá og þær pöddurnar sem fordjörfuðu þá, [

og gaf þeirra ávöxtu þeim grasmöðkunum og þeirra kornfæði engisprettunum, [

þá eð hann þeirra vínviðu meður hagli niðursló og þeirra mórbertré með frosti, [

þá eð hann með hagli niðursló þeirra fénað og hjarðir þeirra með eldinum,

þá eð hann í sinni heiftarbræði útsendi illskuenglana á meðal þeirra og lét þá æða og ólmast og illt af sér gjöra,

þá eð hann lét sína reiði yfirganga og þyrmdi ekki sálu þeirra fyrir dauðanum og lét þeirra fénað í drepsótt deyja,

þá eð hann sló alla frumgetninga á Egyptalandi, þá frumburði í tjaldbúðum Kam. [

Og hann lét sitt fólk þaðan burt fara sem sauði og leiddi þá sem aðra hjörð á eyðimörkinni.

Og hann útleiddi þá í góðu trausti svo að þeir óttuðust ekki, en óvini þeirra huldi sjórinn. [

Og hann innleiddi þá í sín heilögu landsmerki, til þess fjallsins sem hans hægri hönd hefur útvegað, [

og í burtdreif fyrir þeirra augsýn heiðnar þjóðir og skipti með þeim arfleifðinni og lét svo í híbýlum hinna annarra ættmenn Ísraels byggja.

En þeir freistuðu og reittu Guð hinn hæsta og héldu ekki hans vitnisburði.

Og þeir frásnerust og forsmáðu alla hluti, líka sem feður þeirra, og héldu ekki svo sem annar staðlaus bogi.

Og þeir reittu hann til reiði með sínum hæðum og hugmóðuðu hann með sínum skúrgoðum.

Og þá eð Guð heyrði það gramdist honum slíkt og forlagði Ísrael harla mjög

svo að hann yfirgaf sína tjaldbúð til Síló, þá sína tjaldbúð þar eð hann innibyggði meðal mannanna,

og gaf þeirra [ magt út í herleiðingina og þeirra prýði í hendur óvinarins

og yfirgaf sitt fólk undir sverð og varð gramur sinni ættleifð.

Þeirra yngismönnum eyddi eldurinn og þeirra meyjar hlutu ógiftar að blífa.

Kennimenn þeirra féllu fyrir sverði og þar voru öngvar þær ekkjur sem harma skyldu.

Og Drottinn hann vaknaði upp svo sem af svefni, líka sem voldugur háreystir eftir víndrykkju, [

og hann sló sína óvini í bakhlutinn og lagði á þá ævinlega skömm.

Og hann forlagði tjaldbúðina Jósefs og útvaldi ekki slektið Efraím,

heldur útvaldi hann slektið Júda, fjallið Síon hvert hann elskaði,

og byggði sinn helgidóm hátt so sem það land hvert eð ævinlega skal standa.

Og hann útvaldi sinn þjón Davíð og tók hann í burt frá sauðahjarðargeymslu. [

Í burt frá þeim mjólkandi sauðum tók hann hann að hann skyldi fæða hans þjón Jakob og hans ættleifð Ísrael.

Og hann fæddi þá einnin með allri dyggð og stýrði þeim með öllu kostgæfi.