V.

Af því vér erum nú réttlættir fyrir trúna þá höfum vér frið hjá Guði fyrir Drottin vorn Jesúm Christum, fyrir hvern að vér höfum og tilgöngu í trúnni til þessarar náðar þar vér inni stöndum og hrósum oss af von þeirrar tilkomandi dýrðar er Guð mun gefa. [ En eigi einasta það heldur hrósum vér oss einnin líka af hörmungunum af því vér vitum það hörmun aflar þolinmæði en þolinmæði aflar reynslu en reynslan aflar vonar en vonin lætur eigi að hneykslun verða. Því að Guðs kærleiki er úthelltur í vor hjörtu fyrir heilagan anda þann oss er veittur.

Því að þá vér vorum enn breysklegir eftir tíðinni hefur Kristur fyrir oss rangláta dáið. En nú deyr varla nokkur fyrir réttlátan og má vera að sá sé trautt sem fyrir góðan dirfist að eyja. Fyrir það prísaði Guð sinn kærleika viður oss í því að Kristur hefur fyrir oss dáið þá þegar vér vorum syndugir. Fyrir það verðum vér og miklu meir frelsaðir af reiðinni fyrir sjálfan hann af því vér erum réttlátir orðnir í hans blóði.

Því ef vér erum nú Guði forlíktir fyrir hans sonar dauða þá vér vorum enn óvinir, miklu meir verðum vér frelsaðir fyrir hans líf sem forlíktir erum. En eigi alleinasta þetta heldur þá hrósum vér oss og í Guði fyrir Drottin vorn Jesúm Krist fyrir hvern að vér höfum forlíkunina meðtekið.

Fyrir því líka sem syndin er fyrir einn mann komin í þennan heim og dauðinn fyrir syndina og so er dauðinn til allra manna innsmoginn af því að allir hafa syndgast. [ Því að syndin var í heiminum allt til lögmálsins en hvar ekki er lögmálið þar verður og ekki syndin tilreiknuð. Heldur drottnaði dauðinn frá Adam allt til Moysen og einnin yfir þeim sem ekki höfðu syndgast með þvílíkri yfirtroðslu sem Adam, hver að er ein fyrirmynd þess sem koma átti.

En það er eigi so fallið með gjöfinni sem með syndinni. Því ef margir eru dauðir fyrir sakir eins manns syndar þá gnæfir þó miklu meir Guðs náð og gáfa yfir fleirum fyrir eins manns náð, Jesú Christi.

Og gáfan er ei alleinasta yfir einni synd so sem fyri eina synd eins syndara eru allir fordjarfaðir. [ Því að dómurinn er kominn af einni synd til fordæmingar en náðin hjálpar frá mörgum syndum til réttlætis. Því ef dauðinn ríkir vegna einnrar syndar fyrir einn, miklu meir munu þeir sem öðlast gnægð náðarinnar og gjöf réttlætisins ríkja í lífinu fyrir einn, Jesúm Krist.

Líka sem fordæmingin er nú komin fyrir eins manns synd yfir alla menn so er og komið fyrir eins réttlæti lífsréttlætið yfir alla menn. [ Því að líka sem fyrir eins manns óhlýðni eru margir syndugir orðnir so verða og fyrir eins hlýðni margir réttlátir.

En lögmálið er þó jafnframt innkomið so að syndin skyldi yfirgnæfa. [ En hvar syndin gnæfir, þar yfirgnæfir náðin enn miklu framar. Upp á það að líka sem syndin ríkti til dauðans so líka ríkir náðin fyrir réttlætið til eilífs lífs fyrir Jesúm Christum.