VI.

Þá sagði Salómon: [ „Drottinn hefur talað að hann vildi búa í dimmunni. Eg hefi að vísu byggt eitt hús þér til íbúðar og einn stað þar þú búir að eilífu.“ Og kóngurinn sneri sinni ásján og blessaði allan Israelissöfnuð því að allur Ísraelssöfnuður stóð. Og hann sagði: „Lofaður sé Drottin Ísraels Guð sem með sínum munni hefur talað til míns föðurs Davíðs og hefur nú fullkomnað það, segjandi: Frá þeim tíma að eg útleidda mitt fólk af Egyptalandi hefi eg öngva borg útvalið í öllum Ísraels ættum til að byggja eitt hús svo að mitt nafn skyldi þar vera og eg hefi öngvan annan mann [ útvalið að vera höfðingja yfir mitt fólk Ísrael en Jerúsalem hefi eg útvalið að mitt nafn skal þar vera og eg hefi útvalið Davíð að hann sé yfir mitt fólk Ísrael.

Og þá minn faðir Davíð hafði nú í hug að byggja Drottins Guðs Israelis nafni eitt hús þá sagði Drottinn til míns föðurs Davíð: Þú gjörðir vel að þú hafðir í sinni að byggja mínu nafni eitt hús. En þó skalt þú ekki byggja það hús heldur þinn sonur sá eð koma skal af þínum lendum, hann skal byggja mínu nafni eitt hús. Svo hefur nú Drottinn staðfest sín orð er hann talaði. Því að eg er kominn í míns föðurs Davíðs stað og sit upp á Israelis stóli eftir orðuM Drottins og eg hefi byggt Drottins Ísraels Guðs nafni eitt hús. Og eg hefi sett þangað örkina í hverri að Drottins sáttmáli er sá hann hefur gjört við Israelissonu.“

Og hann gekk fram fyrir altari Drottins fyrir öllum Israelissöfnuði og útbreiddi sínar hendur. Því Salómon hafði gjört einn koparstól og setti hann á mitt gangrúmið, fimm álna langan og breiðan og þriggja álna hávan, upp á honum stóð hann og féll niður á sín kné fyrir öllum Ísraels almúga og upplyfti sínum höndum í himininn og sagði:

„Drottinn Guð Ísraels, þar er enginn Guð þér líkur, hverki á himni né á jörðu, þú sem heldur sáttmála og miskunnsemi við þína þénara þá sem ganga fyrir þér af öllu hjarta. [ Þú hefur efnt við þinn þénara Davíð það þú honum til sagðir. Þú hefur talað það með þínum munni og fullkomnað það með þinni hendi svo sem sjá má þennan dag. Nú Drottinn Guð Ísreals, halt við þinn þénara, minn föður Davíð, það þú talaðir við hann og sagðir: Eigi skal af þér vanta einn mann fyrir mér hver eð sitja skal á Israelis stóli. Þó svo framt að þínir synir geymi sína vegu það þeir gangi í mínu lögmáli, líka sem þú hefur gengið fyrir mér. Nú Drottinn Guð Ísraels, lát þitt orð vera satt það þú talaðir til Davíðs þíns þénara. Er nú þá trúlegt að Guð búi hjá mönnunum á jörðunni? [ Sjá, himinninn og allir himnanna himnar taka þig ei. Hvernin skyldi þá þetta hús sem eg hefi gjört það mega gjöra? En snú þér nú, Drottinn Guð minn, til bænar þíns þénara og til hans beiðni svo að þú viljir heyra þá bæn og ákall sem þinn þénari gjörir fyrir þér og að þín augu séu opin yfir þessu húsi dag og nótt og yfir þessum stað hvar þú hefur sagt að þú vildir setja þitt nafn, að þú viljir heyra þá bæn sem þinn þénari mun biðja í þessum stað. [ Þar fyrir heyr nú þíns þénara bæn og þíns fólks Ísraels bænir og beiðslur sem þeir biðja í þessum stað og heyr það af þínu heimili himninum og nær þú það heyrir þá vert þú miskunnsamur.

Ef að nokkur maður syndgast í mót sínum náunga og á hann er einn eiður lagður sem hann skal sverja og eiðurinn kemur fyrir þitt altari í þetta hús, bænheyr þú þá af himninum og dæm þínum þénara rétt og að þú viljir bitala þeim óguðlega hans vegi yfir hans höfuð og réttlæta þann hinn réttferðuga svo að þú endurgjaldir honum eftir sínu réttlæti. [

Nær þitt fólk Ísrael verður yfirunnið af sínum óvinum fyrir það þeir hafa syndgast í móti þér og þeir snúa sér og meðkenna þitt nafn, biðja og beiðast fyrir í þessu húsi, þá bænheyr þú af himninum og vert þú náðigur yfir syndir þíns fólks Ísraels og leið þá aftur í landið það þú gafst þeim og þeirra feðrum. [

Nær eð himinninn til byrgist og þar rignir ekki því að þeir hafa syndgast í móti þér og þeir biðja í þessum stað og meðkenna þitt nafn og snúa sér frá sínum syndum eftir það þú hefur lítillækkað þá, þá bænheyr þú þá af himninum og vert náðigur syndum þinna þénara og þíns fólks Ísrael og kenn þeim þann góða veginn á hverjum eð þeir skulu ganga og lát rigna á þitt land sem þú gafst þínu fólki til eignar. [

Nær þar kemur hallæri í landið eða drepsótt eða þurrkur, bruni, engisprettur, kálormar eða nær þeirra óvinir setjast um þeirra borgarhlið í landinu eða nokkurs staðar er nokkur plága eða sjúkdómur, hver sem þig biður þá og grábænir af hvers kyns mönnum á millum alls þíns fólks Ísrael, meðkennandi sína plágu og vesöld, og hann útbreiðir sínar hendur í þessu húsi, bænheyr þú þann þá af himninum af þínu heimili og sæti og vert þá náðigur og gef sérhverjum eftir sínum öllum vegi so sem þú þekkir hans hjarta vera (því að þú alleina þekkir hjörtu allra mannanna sona) upp á það að þeir óttist þig og gangi í þínum vegum alla daga, svo lengi sem þeir lifa í því landinu sem þú hefur gefið vorum feðrum. [

Og ef nokkur framandi sem ekki er af þínu fólki Ísrael kemur af fjarlægu landi sökum þíns mikla nafns og voldugrar handar, sökum þess útrétta arms, og tilbiður í þessu húsi, bænheyr þú þá hann af himninum, af sæti þíns heimilis, og gjör allt það sem sá framandi biður þig, upp á það að allt fólk á jörðu megi viðurkenna þitt nafn og óttast þig, líka sem þitt fólk Ísrael, og að þeir megi vita að þetta hús sem eg hefi byggt er kallað eftir þínu nafni. [

Nær þitt fólk dregur í stríð móti sínum óvinum á þann veg sem þú sendir þá og þeir biðja til þín á veginum til þessa staðar sem þú útvaldir og til þessa húss sem eg byggða þínu nafni, heyr þá bænir þeirra af himninum og hjálpa þeim til þeirra réttar.

Nær að þeir og syndga í móti þér (því að þar er enginn mannanna sem ekki syndgast) og þú reiðist þeim og gefur þá undir þeirra óvina hendur so þeir færa þá hertekna í burt í eitt annað land, hvert heldur það er langt eða skammt í burtu, og í því landi snúa þeir sér í sínum hjörtum þar þeir eru fangaðir og snúast til þín og tilbiðja þig í þeirra herleiðingarlandi og segja: [ Vér höfum syndgast, vér höfum misgjört og verið óguðlegir, og ef þeir snúa sér til þín af öllu sínu hjarta og af allri sinni aund í þeirra herleiðingarlandi þá þeir eru í fangelsi lagðir og biðja á mót veginum sem liggur til þeirra lands sem þú gafst þeirra feðrum og til þess staðar sem þú hefur útvalið og til þess húss sem eg hefi byggt þínu nafni, heyr þú þá þeirra bænir af himninum, af þínu heimilissæti, og hjálpa þeim til þeirra réttar og vert þínu fólki náðigur sem að syndgast hefur í móti þér. Svo lát nú, minn Guð, þín augu vera opin og lát þín eyru gefa gætur að þeim bænum sem beðnar eru í þessum stað. Og nú, Drottinn Guð, tak þig upp til þinnar hvíldar, þú og örk þíns styrkleika. Drotitnn Guð, lát þína presta vera ískrýdda hjálpræðinu og lát þína heilögu gleðja sig í því hinu góða. Drottinn Guð, snú þú eigi þínu andliti burt frá þínum smurða. Minnst þú miskunnar þeirrar sem þú lofaðir Davíð þínum þénara.“