Prophetinn Habakuk

I.

Þetta er sú byrðin sem Habakuk spámaður hefur séð.

Drottinn, hversu lengi skal eg hrópa en þú vilt ekki heyra? Hversu lengi skal eg hrópa til þín um það ofríki og þú vilt ekki hjálpa? Því lætur þú mig sjá mæðu og arfiði? Því vísar þú mér rán og rangindi í kringum mig? Magtin gengur yfir réttinn. Því gengur það mjög öðruvís til en so sem rétt er og rétt mál hefur öngvan sigur. Því að sá óguðhræddi svíkur þann réttláta og því verða dómarnir rangir.

Sjáið á meðal heiðingjanna, sjáið og undrið yður því eg vil gjöra nokkuð á yðrum tíma hverju þér skuluð ekki trúa þá yður verður þar af sagt. Því sjáið, eg vil uppvekja þá Chaldeos, eitt fólk fljótt og grimmt, hvert að reisa skal svo vítt sem landið er að inntaka þau heimili sem ekki eru þeirra. Og þeir skulu vera ógnarlegir og hræðilegir, þeir sem skulu bjóða og þvinga sem þeir vilja. Þeirra hestar eru fljótari en pardus, svo eru þeir gráðugri en úlfar að kveldi. Þeirra riddarar draga hingað í stórum hópum af fjarlægð sem fljúgi þeir líka sem örn til eins hræs. Þeir koma allir saman hingað til þess að þeir gjöri skaða. Þeir brjótast í gegnum hvert þeir vilja sem eitt austanveður og þeir skulu safna þeim herteknu til samans sem sandi. Þeir skulu hæða kóngana og hlæja að höfðingjunum, allar sterkar borgir skulu vera þeim eitt gaman því þeir skulu gjöra vígvélar og vinna þær. Þá skulu þeir taka nýjan móð til sín, þeir skulu áfram fara og syndgast. Svo skal þeirra sigur heyra þeirra guði til.

En þú, herra, minn Guð, minn heilagur, þú sem ert af eilífri tíð, lát oss ekki deyja heldur lát þá, Drottinn, vera vort straff, ó þú vor styrkur, lát þá aðeins tyfta oss. [ Þín augu eru hrein so þú kannt ei að sjá það vonda og þú getur ei séð það auma. Hvar fyrir sér þú til þeirra forsmánara og þegir að sá hinn óguðlegi uppsvelgir þann sem frómari er en hann? Og þú lætur mennina ganga sem fiska í sjónum, so sem orma þeir öngva herra hafa. Þeir draga það allt saman með krókum og veiða það með sínum færum og safna því saman með sínum netum. Af þessu gleðjast þeir og eru kátir. Þar fyrir offra þeir sínum veiðarfærum og gjöra reykelsi fyrir sínum netum það þeirra partur er orðinn feitur af því sama og þeirra matur so mikill. Þar fyrir varpa þeir sínu neti alltíð út og vilja ekki afláta að drepa fólkið.