Og þeir komu til Elím, þar voru tólf vatsbrunnar og sjötygu pálmviðartré. [ Og þeir settu þar sínar herbúðir hjá vötnunum. Síðan fóru þeir frá Elím og allur mannfjöldi Ísraelssona til þeirrar eyðimerkur Sin sem liggur á millum Elím og Sínaí, á fimmtánda degi í þeim öðrum mánaði eftir það þeir voru burtfarnir af Egyptalandi. [

Og allur söfnuður Ísraelssona möglaði mót Móse og Aron í eyðimörkinni og sögðu: „Guð gæfi að vér hefðum dáið fyrir Drottins hönd í Egyptalandi þá vér sátum þar yfir kjötkötlum og höfðum nægð brauðs að eta. [ Því þar fyrir hafi þér leitt oss út á þessa eyðimörk að þér vilduð láta allan almúgann deyja af sulti.“

Þá mælti Drottinn við Mósen: „Sjá, ég vil láta rigna brauð af himni til yðar og fólkið skal fara út að safna hvern dag so mikið sem það þarf til atvinnu á þeim degi, svo að ég reyni hvort það gengur eftir mínum boðorðum eður ekki. En á sjötta degi skulu þeir búa sig til að safna tvefalt so mikið þann dag sem þeir annars plöguðu saman að safna daglega.“

Móses og Aron sögðu til Ísraelssona: „Í kvöld skulu þér vita að Drottinn hefur útleitt yður af Egyptalandi og á morgin skulu þér sjá Drottins dýrð. Því hann hefur heyrt yðarn kurr í gegn Drottni. Hvað erum vér að þér möglið í gegn okkör?“ Móses sagði framar meir: „Drottinn skal gefa yður kjöt að eta í kvöld en nóg brauð á morgun. Því að Drottinn hefur heyrt yðart mögl sem þér möglað hafið í gegn honum. Því hvað erum við? Þér möglið ekki í gegn okkör heldur í gegn Drottni.“

Og Móses mælti til Arons: „Seg til Ísraelssona samkundu: „Komi hér fram fyrir Drottin því hann heyrði yðart mögl.“ Og sem Aron talaði þetta til allra Ísraelssona samkundu þá sneru þeir sér í mót eyðimörkunni og sjá, þar sást dýrð Drottins í einu skýi. Og Guð sagði til Mósen: „Ég hefi heyrt mögl Ísraelssona. Seg þeim: Í kvöld skulu þér fá kjöt að eta en á morgun skulu þér seðjast af brauði og þér skuluð vita að ég er Drottinn yðar Guð.“

Að aftni komu vaktal’’ [ og huldu herbúðirnar. En að morni lá þar héla allt um kring herbúðirnar. En þegar hélan var burtu sjá, þá lá þar á eyðimörkinni (nokkuð) kringlótt og lítið, þvílíkast sem hrímfrost á jörðu. En þegar Ísraelssynir sáu það sagði hver til annars: „Það er man.“ [ Því þeir vissu ekki hvað það var. Þá sagði Móses til þeirra: „Það er það brauð sem Drottinn hefur gefið yður að eta. En þetta er Guðs skipan: Safni hver þar af so mikið sem hann hefur þörf til að eta og taki eirn gómor fyrir sérhvert höfuð eftir sálnanna tali sem hann hefur í sinni tjaldbúð.“

Og Ísraelssynir gjörðu so og samansöfnuðu sumir meira en sumir minna. En þá það var mælt með gómor þá fékk sá ekkert afhlaups sem meira hafði safnað, sá og ekki miður sem litlu hafði safnað, heldur hafði hver safnað so miklu sem hann þurfti sér til atvinnu. Og Móses sagði til þeirra: „Enginn skal leyfa þar nokkuð af til morguns.“ En þeir hlýddu ekki Móse og sumir dróu af og leyfðu til annars dags en það vall möðkum og úlnaði. Þar fyrir varð Móses reiður við þá. So söfnuðu þeir hvörn morgun þar af svo mikið sem hver kunni að eta. En þá sólin skein heitt þá bráðnaði það.

Á þeim sjötta degi söfnuðu þeir tveföldu brauði, já tveimur gómor fyrir sérhvern eirn. So gengu allir þeir yppurstu af safnaðinum til Mósen og gjörðu honum kunnugt. Þá sagði hann til þeirra: „Það er það sem Drottinn sagði: Á morgun er það sabbatsdagur, heilög hvíld Drottins. Hvað þér viljið baka, það bakið, og hvað þér viljið matgjöra, það matgjörið. En allt það sem afgangs er það látið vera, so það megi geyma til morgunsins.“ So létu þeir það vera til morguns so sem Móses bauð þeim og það úlnaði ekki og eigi maðkaði það. Þá sagði Móses: „Etið það í dag, því að í dag er Drottins sabbat. [ Á þessum degi finnið þér það ekki á mörkinni. Sex daga skulu þér safna því en sá sjöundi dagur er sabbatsdagur og á þeim degi finnst það ekki.“

En á þeim sjöunda degi gengu nokkrir af fólkinu út að safna því saman en þeir fundu ekkert. Þá sagði Drottinn til Mósen: „Hversu lengi vilji þér ei varðveita mitt lögmál og mín boðorð? Sjá, Drottinn hefur gefið yður sabbatsdaginn og þar fyrir gefur hann yður á þeim sjötta degi tveggja daga fæðslu. Því skal hver eirn vera heima á sínu heimili og enginn fari út af sínum stað á þeim sjöunda degi.“ So hélt fólkið þann sjöunda dag. Og Ísraels hús kallaði þetta man. Og það var líka sem kóríanderfræ og hvítt og þess smakkur var so sem hveitissalla með hunangi.

Og Móses sagði: „Þetta er það sem Drottinn bauð: Fyllið eirn gómor þar af so að það geymist fram í yðar ættir so að yðrir eftirkomendur megi sjá það brauð með hverju ég fæddi yður á eyðimörku þá ég útleidda yður af Egyptalandi.“ [ Og Móses segði til Aron: „Tak þér eina fötu og legg eirn gómor fullan af man þar í og lát það varðveitast fyrir Drottni til yðar eftirkomandi kynkvísla so sem Drottinn bauð Móse.“ Svo lét Aron það sama varðveitast hjá vitnisburðinum. [

Og Ísraelssynir átu man í fjörutygi ár þangað til þeir komu í það land þar sem þeir skyldu búa. Þeir átu og man þar til þeir komu í landamerki Kanaanslands. En eirn gómor er tíundi partur efa.