III.

Sálmur Davíðs þá hann varð farflótta fyrir syni sínum Absalom.

Drottinn, hvernin eru mínir óvinir so fjölgaðir og þeir so margir sem so upprísa á móti mér?

Margir segja minni sálu: „Hún hefur öngrar hjálpar von hjá Guði.“ Sela.

En þú, Drottinn, ert minn hlífðarskjöldur og sá sem mig til heiðurs setur og hann sá eð mitt höfuð upphefur.

Eg kalla með minni raust til Drottins og hann bænheyrir mig af sínu heilögu fjalli. Sela.

Eg ligg og sef og vakna aftur því að Drottinn hann styður mig.

Eg óttunst því ekki mörg hundrað þúsund manna þeirra sem umkringja mig.

Rís upp, Drottinn, og hjálpa mér, minn Guð, því að þú slær högg við vanga alla mína mótstöðumenn og í sundur brýtur tennur óguðlegra.

Drottinn, hjá þér er hjálpin og þín blessun þá er yfir þínu fólki.