VII.

Það skeði á dögum Akas sonar Jótam, sonar Ósía, kóngsins í Júda, að Resín kóngurinn í Syria og Peka sonur Remalja Ísraelskóngur drógu upp til Jerúsalem til að berjast í móti henni og eigi gátu þeir hana yfirunnið. [ Þá varð því húsi Davíðs kunngjört að þeir af Syria forléti sig upp á Efraím. Þá skalf hjartað í honum og hjartað hans manna líka sem þá trén í skóginum skjálfa af vindi.

En Drottinn sagði til Esaia: „Gakk þú út í móti Akas, þú og þinn sonur Sear Jasúb til enda vatsrennunnar við þann efsta fiskidamminn út við veginn hjá akrinum litarans og seg so til hans: „Vara þig og vert stilli, hræðst þú ekki og þitt hjarta sé óttalaust fyri þessum tveimur rjúkandi kolbröndum. Einkum fyrir reiði Resíns og þeirra af Syria og sonar Remalja, þó að þeir af Syria og Efraím og syni Remalja hafi eina vonda ráðagjörð samsett í móti þér so segjandi: Vér viljum uppfara til Júda, vekja þá upp og leggja þá undir oss og setja son Tabeal til kóngs þar inni. Því svo segir Drottinn Drottinn: Það skal ekki so standa né so verða heldur líka sem það Damaskus er höfuð í Syria, svo skal Resín höfuðið vera til Damasco. Og innan fimm og sextígi ára þá skal það með Efraím útgjört so að þeir skulu ekki lengur eitt fólk vera og líka sem það Samaria er höfuðið í Efraím so skal sonur Remalja höfuðið vera í Samaria. Ef þér trúið ei munu þér ekki viðstandast.“

Og Drottinn talaði enn aftur til Akas og sagði: „Kref þú þér eins teikns af Guði Drottni þínum, hvert það er niðri í undirdjúpinu eður á hæðum uppi.“ En Akas sagði: „Ekki vil eg þess krefja upp á það eg freisti ei Drottins.“ Þá sagði hann: „Nú vel, þar fyrir heyri þér af húsi Davíðs: Hvort er yður það forlítið að þér gjörið mönnönum angur að þér hljótið einnin að angra minn Guð? Fyrir þann skuld mun Drottinn sjálfur gefa yður eitt teikn. Sjá þú, ein jungfrú er ólétt og mun einn son fæða og hann mun hún kalla Immanúel. Smjörs og hunangs mun hann neyta svo að hann kunni að forleggja hið vonda og útvelja hið góða. Því að fyrr en það sveinninn lærir að forleggja hið vonda og útvelja hið góða þá mun það landið fyrir hverju þú hræðist yfirgefið verða af sínum tveimur kóngum.

En Drottinn mun yfir þig, yfir þitt fólk og yfir þíns föðurs hús þá daga koma láta hverjir þeir ekki hafa komið í frá þeim tíma það Efraím skildi sig í burt frá Júda fyrir þann kónginn til Assyria.

Því að á þeim dögum mun Drottinn blístra að flugunum við endann vatnanna í Egyptalandi og að býflugunum í landinu Assúr so að þær komi og leggi sig allar niður við þá þurru lækina og í bjargskorunar og inn í alla viðarrunna og í allar smugur. Á þeim sama tíma mun Drottinn afraka hárið af höfðinu og fótunum og allt skeggið í burt taka með einum leigðum hárknífi sem er fyrir þá sem eru hinumegin vatsins sem er fyri rkónginn af Assyria.

Á þeim dögum mun einn mann uppala fjölda kúa og tvennar sauðahjarðir og mun hafa so margt að mjólka það hann mun smjörs neyta því hver hann blífur eftir í landinu sá mun smjör og hunang eta. Því að það mun ske á þeim tíma að þar hvar eð nú standa þúsund víntré, þúsund silfurpeninga verð, þar mun vera klungur og illgresi so að menn megi með bogum og skeytum þangað ganga. Því að í öllu landinu munu klungurþyrnar og illgresi vera so það til allra þeirra fjallanna sem vant var að erja og plægja umhverfis þá kunna menn einnin ekki að koma fyrir hræðilegum klungurþyrnum og illgrösum, heldur munu þar uxar hafðir og menn munu láta sauði þar yfir renna.“

Og Drottinn sagði til mín: „Tak þér stórt bréf og skrifa þar upp á með mannsins stíl: Rænið fljótt, skiptið fljótt.“ Og eg tók til mín tvo trúlynda votta, prestinn Uriam og Sachariam son Jeberekía, og gekk til einnrar spádómskonu. Hún varð ólétt og fæddi son. Og Drottinn sagði til mín: „Kalla þú hann Rænið fljótt, skiptið fljótt, það áður en það sveinninn kann að kalla: Kæri faðir, kæri móðir, skal magtin Damaskus og herfangið Samarie í burt tekið verða fyrir kónginn til Assyria.“

Og Drottinn talaði enn við mig og sagði: Af því að þetta fólk fyrirlítur vatnið til Sílóha sem so hóglega rennur og treystir meir Resín og syni Remalja, sjá, þar fyrir mun Drottinn yfir þá koma láta mikil og ströng vötn vatsins, sem er kónginn Assyria og alla hans vegsemd so það hún mun fara yfir alla þeirra læki og ganga yfir alla þeirra árbakka og þeir munu inn brjótast í Júda, sveima þar og yfir um fara allt þar til að það tekst þeim undir höku og þeir munu sína vængi útbreiða so að þeir fylli þitt land, ó Immanúel, so vítt sem það er til.