LXXXVIII.

Lofsálmur sona Kóra fyrir að syngja. Af veikleik þeirra aumu. Eitt menntanarfræði Heman Efrahiter.

Drottinn Guð minn hjálpari, á nótt og degi kalla eg fyrir þér.

Mína bæn lát þú koma fyrir þig, hneig þín eyru til míns ákalls.

Því að sála mín er full af eymd og mitt líf það tekur helvíti að nálægjast. [

Eg em reiknaður með þeim sem ofan fara í undirdjúpin, eg em líka sem sá maður hver eð öngva hjálp hefur.

Eg ligg á meðal þeirra framliðnu yfirgefinn, líka sem hinir í hel slegnu, þeir eð í gröfunum hvílast, hverra þú minnist eigi lengur og þeir út af þinni hendi fordrifnir eru. [

Þú hefur mér í pyttinn niðursökkt, í myrkrið og í undirdjúpið.

Þín grimmd niðurþrykkir mér og allar þínar stórbylgjur þær þrengja að mér. Sela.

Mína kunningja hefur þú gjört mér fjarlæga, þú hefur látið mig þeim að viðbjóð verða, eg ligg hertekinn og kann ekki í burt að komast.

Mín ásjána er herfileg af eymdar vesöld, Drottinn, þig ákalla eg daglega, til þín útbreiði eg mínar hendur. [

Muntu nokkuð meðal dauðra dásemdarverkin gjöra? Hvert munu hinir framliðnu upprísa og þakka þér? Sela.

Hvert mun nokkur í gröfunum framtelja þína miskunnsemi og þinn sannleik í fordjörfuninni?

Mega nokkuð þínar dásemdir í myrkrunum meðkenndar verða eður þitt réttlæti í landinu því sem fullt er með gleymsku?

En eg kalla til þín, Drottinn, og mín bæn kemur árla fyrir þig.

Hvar fyri útskúfar þú, Drottinn, sálu minni og byrgir þitt andlit fyri mér?

Eg em aumur og vanmegna af því að eg em svo burtrekinn, eg líð þína skelfing svo að eg örvilnust að mestu.

Þín heiftarbræði gengur yfir mig, þín skelfing hún þvingar mig.

Daglegana kringja þeir utan um mig líka sem vatn og allir til samans tortýna þeir mér.

Þú veldur því að mínir vinir og náungar, mínir kunningjar taka sig langt í burt frá mér fyrir þvílíkrar eymdar sakir.