Bæn ens sorgfulla.

1Söngur fyrir Koras börn, að syngja á víxl, (leika á hörpu). Kennsluljóð af Heman Efrahita.2Drottinn, míns frelsis Guð! eg ákalla á daginn, já, á nóttunni, fyrir þér.3Lát mína bæn koma fyrir þitt auglit, hneig þitt eyra til minnar grátbeiðni.4Því mín sál er mett af ólukkunni og mitt líf hallast til grafar.5Eg er talin með þeim sem stíga niður í gröfina, eg em sem kraftalaus maður.6Eg reiknast með þeim dauðu, máttlaus, eins og þeir í hel slegnu er liggja í gröfinni, sem þú ei framar minnist, og sem eru þér úr hendi.7Þú hefir hrint mér niður í djúpa gröf, í myrkur, í afgrunnin.8Þín reiði hvílir yfir mér, og þú þrengir að mér með öllum þínum bylgjum, (málhvíld).9Þú hefir fjærlægt frá mér mína kunningja, þú hefir gjört mig þeim mjög viðurstyggilegan, innilokaður kemst eg ekki út.10Mitt auga er dapurt af eymd; Drottinn! eg kalla til þín allan daginn, út til þín rétti eg mínar hendur.
11Ætla þú gjörir dásemdir á þeim dauðu? ætla sálir þeirra önduðu upprísi og lofi þig?12Mun þín miskunn kunngjörast í gröfunum, og þín trúfesti í rotnuninni?13Munu þínar dásemdir þekkjast í myrkrinu? eða þitt réttlæti í gleymskunnar landi?14Eg kalla nú til þín, Drottinn! og mín bæn kemur árla, fram fyrir þig.15Því útskúfar þú minni sálu, ó Drottinn! því byrgir þú þitt auglit fyrir mér?16Frá ungdómi er eg vesæll, eg dauðvona, eg ber þínar skelfingar, eg örvilnast.17Yfir mig er komin þín heift, þínar hrellingar tortína mér;18þær umkringja mig allan daginn sem vatn, þær slá aldeilis um mig hring.19Þú færðir langt frá mér mína vini og stallbræður, mínir kunningjar eru faldir í myrkri (ósýnilegir).