Huggun og þolinmæði Páls í alls konar mótgangi. Tilgreinir hvörs vegna hann hafi ekki komið til Korintu.

1Páll, að Guðs vilja postuli Jesú Krists og bróðir Tímóteus, heilsa söfnuði Guðs í Korintuborg og öllum kristnum í Akkaju.2Náð sé með yður og friður af Guði vorum Föður og Drottni Jesú Kristi.
3Lofaður veri Guð og Faðir Drottins vors Jesú Krists, miskunnsemdanna Faðir og Guð allrar huggunar,4sem huggar oss svo í öllum vorum þjáningum, að vér getum aftur huggað aðra í alls lags þjáningu með sömu huggun, er Guð huggaði oss með;5því eins og vér höfum fyrir mörgum þjáningum orðið vegna Krists, svo hefir hann og fyrir Krist yfirgnæfanlega veitt oss hugganir,6því hvört heldur vér líðum þjáningar, þá er það yður til huggunar og sáluhjálpar eður vér öðlustum huggun, er það yður til þeirrar huggunar, sem mun sýna sig kröftuglega til þolinmæði í sömu þjáningum, sem vér og líðum.7Og þessi vor von um yður er staðfest, þar eð vér vitum, að eins og þér eruð hluttakandi orðnir í þjáningunum, eins munuð þér verða það í hugguninni.8Því vér viljum ekki dylja yður, bræður! að þjáningar þær, sem vér urðum fyrir í Asíu, voru yfirmáta þungar og þyngri en vér gætum þær boðið, svo vér örvæntum jafnvel um líf vort.9Já, oss sýndist með sjálfum oss að vér þegar hefðum fengið vorn dauðadóm, svo vér ekkert traust settum til sjálfra vor, heldur til Guðs, sem uppvekur dauða.10Hann frelsaði oss frá þessum miklku dauðans hættu og frelsar,11og honum treystum vér til þess, að hann eins hér eftir muni frelsa oss, ef þér og svo styrkið þar til með yðar bænum fyrir oss, svo að sú náð, sem oss veitist fyrir margra bænir, vegsamist vor vegna af mörgum með þakkargjörð.
12Sá vitnisburður vorrar samvisku, er vér hrósum, að vér höfum hegðað oss falslaust í heiminum og með Guði velþóknanlegum grandvarlegleika, ekki fyrir aðstoð holdlegrar a) speki heldur Guðs náðar, allra helst hjá yður;13því ekki skrifa eg yður annað en það, sem þér lesið og líka þekkið, og eg vona þér munið reyna oss svo til endaloka,14eins og þér búnir eruð að þekkja oss að nokkru leyti, að vér munum verða yður til sóma, eins og þér oss, á degi Drottins Jesú.
15Í þessu trausti ásetta eg mér fyrri að koma til yðar, svo að þér í annað sinn hefðuð fögnuð,16og að fara um hjá yður til Makedoníu og koma aftur þaðan til yðar og fá yðar fylgd til Gyðingalands.17Sýnda eg nokkurt lauslyndi í því að eg ásetti mér þetta? eður sýndi þessi ásetningur minn holdlegt ráðlag, svo mitt já, væri tómt já og nei tómt nei?18Sá sannorði Guð sé mitt vitni, að lærdómur vor hjá yður var ekki já og nei!19Guðs Sonur Jesús Kristur, sem vér kenndum yður, nefnilega: eg, Sylvanus og Tímóteus, var ekki já og nei, heldur var allt í honum já;20því svo mörg, sem Guðs fyrirheit eru, þá eru þau í honum af oss sönnuð að vera já og amen, Guði til dýrðar.21En sá, sem heldur oss ásamt yður fast við Krist og hefir smurt oss,22er Guð, sá eð og hefir sett sitt merki á oss og gefið pant andans í vor hjörtu.23En eg kalla Guð mér til vitnis um það, að eg af hlífð við yður ekki hefi komið til Korintuborgar.24Ekki þess vegna að vér viljum drottna yfir yðar trú, heldur hjálpa yður til gleði; því þér standið stöðugir í trúnni.

V. 5. Kap. 4,10. 7,6. sbr. við Sálm. 94,19. V. 7. 2 Tess. 2,16.17. V. 8. Post. g. b. 19,23. samanb. við 20,3. 1 Kor. 15,32. V. 11. Róm. 15,30. Fil. 1,19. Filem. v. 22. V. 12. Hebr. 13,18. Matt. 10,16. a. þ. e. mannlegar. 1 Kor. 2,4–13. V. 14. Kap. 5,12. samanb. við Fil. 2,16. 1 Tessal. 2,19.20. V. 16. 1 Kor. 16,6. V. 17. Matt. 5,37. V. 18. nefnil. hvikull. V. 19. Post. g. b. 18,5. V. 21. þ. e. gefið oss sinn heil. anda og gjört að sínum erindsrekum. 1 Jóh. 2,20. Post. g. b. 10,37.38. Jóh. 17,18. sbr. Es. 61,1. V. 22. nl. sem Krists postula sbr. Jóh. 6,27. 8,18. Ef. 1,13.14. 4,30. Róm. 8,14–17. 2 Kor. 5,5. 1 Jóh. 3,24. 4,13.