Bæn um frelsi frá óvinum. Traust á Guði.

1Til hljóðfærameistarans, með lagi: fordjarfa ekki. Davíðs huggunarljóð, þá Sál sendi og lét vakta húsið, til að drepa hann c).2Minn Guð! frelsa mig frá mínum óvinum, gjörðu mig óhultan fyrir þeim sem rísa móti mér!3Frelsaðu mig frá þeim ranglátu, bjargaðu mér frá þeim blóðþyrstu.4Því sjá! Drottinn! þeir umsitja mitt líf, þeir sterku safnast á móti mér, án saka, án þess eg hafi brotið,5án þess eg hafi brotið hlaupa þeir og búa sig út, vakna þú, að mæta mér, og sjá!6Drottinn Guð herskaranna, Guð Ísraels! vakna þú og vitja allra þjóða, vægðu engum af þessum svikafullu misgjörðamönnum. (Málhvíld).7Þeir komi á kvöldin og góli sem hundar, og hlaupi umkring staðinn!8Sjá! þeir úthella vonsku af sínum munni, sverð eru á þeirra vörum, því (þeir hugsa) hvör heyrir það?
9En þú, Drottinn! hlær að þeim, og gjörir gys að öllum þjóðum.10Mót þeirra makt, held eg mig til þín, því Guð er mitt vígi.11Guð minnar miskunnar verður fyrri til að hjálpa, (en eg bið) Guð! lát mig sjá mína óvini auðmýkta!12Sláðu þá ekki í hel, að mitt fólk ekki gleymi því! rektu þá burt með þinni makt, og steyp þú þeim, Drottinn vor skjöldur!13Syndir þeirra munns, eru orð þeirra vara, lát þá fangast í þeirra drambsemi, vegna þeirra formælinga og lyga sem þeir tala,14afmá þá í þinni reiði, afmá þá gjörsamlega svo þeir viti að Guð er sá sem drottnar í Jakob, já, allt til jarðarinnar enda. (Málhvíld).15Lát þá koma aftur á kvöldin og góla sem hunda, og hlaupa umkring staðinn.16Lát þá flakka hingað og þangað eftir fæðu, og lát þá mögla, þegar þeir ekki verða mettir.17En eg, eg vil syngja um þinn styrkleika, og fagna á morgnana yfir þinni miskunnsemi, því þú ert mitt vígi og hæli á minnar neyðar degi.18Minn styrkur! þér vil eg syngja lof, því Guð er mitt vígi, Guð minnar miskunnar.

V. 1. c. 1. Sam. 19,11.