Akab fellur í bardaga. Jósafat er kóngur í Júda.

1Nú líða þrjú ár svo, að ekki var ófriður milli Sýrlands og Ísraels.2En á þriðja ári kom Jósafat Júdakóngur til kóngsins í Ísrael.3Og Ísraelskonungur sagði við sína þénara: vitið þér að Ramot í Gíleað heyrir oss til? og vér höldum kyrru fyrir, og tökum hana ekki frá kónginum í Sýrlandi?4Og hann mælti við Jósafat: vilt þú fara með mér að herja á Ramot í Gíleað? Og Jósafat sagði við Ísraelskóng: eg em sem þú, mitt fólk sem þitt fólk, mínir hestar sem þínir hestar.5Og Jósafat sagði við Ísraelskonung: spyr þó í dag um Drottins orð!6Þá samankallaði Ísraelskonungur spámennina, hér um bil 4 hundruð manns, og mælti svo til þeirra: á eg að fara og herja á Ramot í Gíleað, eða á eg að láta svo búið standa? og þeir svöruðu: far þú, og herrann mun gefa hana í kóngsins hönd!7Og Jósafat mælti: er hér ekki enn einn Drottins spámaður, að vér getum látið hann leita fréttar?8Og Ísraelskonungur sagði við Jósafat: enn er einn maður hér sem vér gætum látið spyrja Drottin fyrir oss; en mér er illa við hann, því hann spáir mér aldrei góðu, heldur illu einu, það er Mika, sonur Jimla. Og Jósafat sagði: ei skyldi konungurinn svo mæla!
9Þá kallaði Ísraelskóngur einn af hirðmönnunum og mælti: kom þú hingað fljótt með Mika, son Jimla!10En Ísraelskonungur og Jósafat, Júdakonungur, sátu, hvör í sínu hásæti, í konungsskrúða, á flöt við Samaríu borgarhlið, og allir spámennirnir spáðu frammi fyrir þeim.11Og Sedekía sonur Knaena hafði gjört sér horn úr járni, og mælti: svo segir Drottinn: með þessum skaltu stanga sýrlenska, þangað til þú eyðileggur þá.12Og allir spámennirnir spáðu þannig og sögðu: far þú á móti Ramot í Gileað, þér mun lukkast það, og Drottinn mun gefa hana í kóngsins hönd.
13En sendimaðurinn sem fór að kalla Mika, talaði við hann og mælti: sjá! tal spámannanna í einu hljóði geðjast kónginum, láttu nú þitt tal vera sem eins þeirra, og talaðu það sem er gott!14Og Mika svaraði: svo sannarlega sem Drottinn lifir, mun eg tala það sem Drottinn segir mér!15Og sem hann kom til kóngsins, mælti konungur til hans: Mika, eigum við að fara og herja á Ramot í Gileað, eða eigum við að sleppa því? og hann svaraði honum: far þú, þér mun takast það, og Drottinn mun gefa hana í kóngsins hönd.16Og kóngur mælti við hann: hvörsu oft skal eg láta þig sverja c) að þú segir mér ekki annað enn sannleika í nafni Drottins?17Og hann mælti: eg sá allan Ísrael tvístraðan, eins og sauði sem engan hirðir hafa, á fjöllunum, og Drottinn sagði: þessir hafa engan herra, fari hvör heim til sín í friði.18Þá mælti Ísraelskóngur við Jósafat: sagði eg þér það ekki? hann spáir mér öngu góðu, heldur illu einu.19Og hann (Mika) mælti: heyr þú þá Drottins orð! eg sá Drottin sitja í sínu hásæti, og allan himinsins her hjá honum standandi til hægri og vinstri handar.20Og Drottinn sagði: hvör vill yfirtala Akab, svo hann fari og falli hjá Ramot í Gileað? og sitt sagði hvör.21Þá kom fram andi a), og gekk fyrir Drottin, og mælti: eg skal yfirtala hann. Og Drottinn sagði: hvörnig?22Og hann mælti: eg ætla að fara og vera lygaandi í munni allra hans spámanna. Og hann sagði: þú skalt yfirtala hann, og þú munt líka geta það: far þú og gjör svo!23Og sjá nú, Drottinn hefir lagt lygaanda í munn allra þessara þinna spámanna, og Drottinn hefir illt talað þér til handa.
24Þá gekk þar að Sedekía sonur Knaena og rak Mika utanundir (snoppung) og mælti: skyldi Guðs andi vera vikinn frá mér til þess að tala við þig?25Mika svaraði: þú munt sjá það á þeim degi, þegar þú hleypur hús úr húsi til að fela þig b).26Og Ísraelskóngur mælti: takið Mika, og færið hann Amon borgmeistara og Jóas kóngssyni,27og skilið þessu: svo segir kóngurinn: setjið þenna í myrkvastofu, og veitið honum vesældarbrauð og vatn, þangað til eg kem lukkulega heim aftur.28Og Mika sagði: ef þú kemur lukkulega heim aftur, svo hefir Drottinn ekki talað í mínum munni; og hann mælti: heyri það allt fólk!
29Síðan fóru þeir Ísraelskonungur og Jósafat Júdakonungur, til Ramot í Gileað.30Og Ísraelskonungur sagði við Jósafat: í dular búningi vil eg ganga í orrustuna; en far þú í þinn búning! Og svo klæddi Ísraelskonungur sig í dularbúning og gekk í bardagann.31En Sýrlandskonungur hafði boðið og sagt fyrirliðum sinna vagna, sem vóru 32, berjist við engan mann, hvörki smáan né stóran, nema við Ísraelskonung einann.32Og það skeði, þá vagnliðsforingjarnir sáu Jósafat, því þeir hugsuðu: það er vissulega Ísraelskóngur, að þeir sneru móti honum, til að berjast við hann. Þá kallaði Jósafat.33Og sem foringjar vagnliðsins sáu, að þetta var ekki Ísraelskóngurinn, hvurfu þeir frá honum.
34En maður nokkur spennti sinn boga og það upp á óvissu, og þessi skaut Ísraelskonung í gegnum hringabrynjuna. Og hann (Ísraelskonungur) sagði við þann sem stýrði hans vagni: far þú með mig úr bardaganum, því eg er sár!35Og bardaginn varð mikill á þeim degi, og kóngurinn stóð í vagninum móti sýrlenskum og dó um kvöldið. Og blóðið úr sárinu rann niður í vagninn.36En um sólarlag var úthrópað um allar herbúðirnar: fari nú hvör heim til sinnar borgar, og hvör heim í sitt land!37Og svona dó kóngurinn og var fluttur til Samaríu; og menn grófu kónginn í Samaríu.38En sem menn þvoðu vagninn við Samaríutjörn, þá sleiktu hundar hans blóð c). En skækjur þvoðu hann, eftir orði Drottins, sem hann hafði talað.
39Hvað meira er að segja um Akab og allt hvað hann gjörði, og um það fílabeinshús, sem hann byggði, og alla þá staði sem hann byggði, það stendur skrifað í Ísraelskónga árbókum.40Og Akab lagðist hjá sínum feðrum, og Ahasía hans son, varð kóngur í hans stað.
41En Jósafat sonur Asa, varð kóngur yfir Júda á 4ða ári Akabs, Ísraelskóngs,42og Jósafat hafði tvo um þrítugt þá hann varð kóngur, og ríkti 25 ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Asúba dóttir Silhí.43Og hann gekk á öllum vegum Asa föður síns, hann vék þar ekki frá, og hann gjörði það sem rétt var fyrir augsýn Drottins.44Þó voru ekki hæðirnar aflagðar; enn þá offraði fólkið og brenndi reykelsi á hæðunum.45Og Jósafat hafði frið við Ísraelskonung.46Hvað meira er af Jósafat að segja og hans hreystiverkum, er hann vann, og hvörsu hann herjaði, það stendur skrifað í árbókum Júdakónga.47Þær leifar af afguðadýrkurum, sem eftir urðu á dögum Asa föður hans, afmáði hann úr landinu.48Þá var enginn konungur í Edom. Höfuðsmaður ríkti þar.49Jósafat lét gjöra kaupskip, sem fara skyldi til Ofír, að sækja gull; en þau fóru ekki, því skipin braut við Eseon-Geber.50Þá sagði Ahasía Akabsson við Jósafat: lofa þú mínum þénurum að fara með þínum á skipunum! en Jósafat vildi ekki.51Og Jósafat lagðist hjá sínum feðrum, og var grafinn hjá sínum feðrum í borg Davíðs föður síns, og Jóram sonur hans varð kóngur í hans stað.
52Ahasía, sonur Akabs, varð konungur í Samaría yfir Ísrael, á 17da ári Jósafats Júdakóngs, og ríkti 2 ár yfir Ísrael.53Og hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, og gekk á vegum föður síns og móður sinnar, og á vegum Jeróbóams sonar Nebats, sem hafði komið Ísrael til að syndga.54Og hann þjónaði Baal og tilbað hann, og móðgaði Drottin Guð Ísraels, eins og faðir hans hafði gjört.

V. 4. 2 Kóng. 3,7. V. 16. c. 1 Sam. 3,17. Matth. 26,63. V. 21. a. Es. 19,14. V. 25. b. 20,30. 2 Kóng. 9,2. V. 34. 2 Kron. 18,33. V. 35. 2 Kron. 18,34. V. 38. c. Kap. 21,29. 2 Kóng. 9,25. V. 41. Sbr. 15,24. Þrjú seinustu verkin af þessari bók tilheyra þeirri síðari eftir W: h: bibl: en ekki er það svo í þeirri hebresku.