Ýmsar ættir, helst í Jerúsalem og Gíbeon.

1En Ísrael allur er eftir sínum ættliðum uppskrifaður, og sjá! þeir eru skrifaðir í bók Ísraelskónga. Og Júda var fluttur burt til Babel sakir sinna misgjörða.2Og þeir fyrri innbyggjarar í þeirra eign og þeirra stöðum voru Ísraelítar, prestarnir, Levítarnir, og helgidómsins þjónar.3Og í Jerúsalem bjuggu (nokkrir) af sonum Júda og sonum Benjamíns, og sonum Efraims og Manassis.
4Uthai, sonur Ammíhuds, sonar Omri, sonar Imri, sonar Bani, sonar Peres, sonar Júda.5Og af Sílonítum: Asaja, sá frumgetni, og hans synir.6Og af sonum Sera: Jeguel og hans bræður, 6 hundruð og níutíu.
7Og af sonum Benjamíns: Sallu, sonur Mesullams, sonar Hodavia, sonar Hasúna;8og Jibneja, sonur Jeróhams, og Ela, sonur Usi, sonar Mikri, og Mesullam, sonur Sefatia, sonar Regúels, sonar Jibneja;9Og þeirra bræður, eftir þeirra ættliðum, 9 hundruð og 6 og 50. Allir þessir menn voru ættfeður sinna ættliða.
10Og af prestunum: Jedaja og Jojarib og Jakin,11og Asaría, sonur Hilkia, sonar Mesullams, sonar Sadoks, sonar Merajots, sonar Ahitubs, forstöðumaður Guðs húss.12Og Adaja, sonur Jerohams, sonar Pashúrs, sonar Malkia; og Maisai, sonur Adiels, sonar Jasera, sonar Mesullams, sonar Mesillemits, sonar Immers;13Og þeirra bræður, höfðingjar sinna ætta, (voru) þúsund, 7 hundruð og 60, duglegir menn í störfum þjónustunnar í Guðs húsi.
14Og af Levítunum: Semaja, sonur Hasubs, sonar Asrikams, sonar Hasabia, af sonum Merari;15og Bakbakar, Heres og Galal og Mathania, sonur Mika, sonar Sikri, sonar Asafs;16og Óbadia sonur Semaja, sonar Galals, sonar Jedutuns; og Berekja, sonur Assa, sonar Elkana, sem þá bjó í þorpum Netofatíta.17Og dyraverðirnir: Sallum og Akub og Talmon og Ahiman og þeirra bræður; Sallum var fyrir þeim.18Og til þessa tíma eru þeir í kóngsins porti mót austri, þeir, dyraverðir Leví sona herbúða;19og Sallum, sonur Kóre, sonar Ebiasafs, sonar Kóra, og hans bræður, af húsi föðurs hans, Korítarnir, þeir voru yfir störfum þjónustunnar, vöktuðu dyr tjaldsins, og þeirra feður voru, í Drottins herbúðum, verðir inngangsins.20Og Pinas, sonur Eleasars, var forðum höfðingi yfir þeim (Drottinn var með honum).21Sekaria, sonur Meselemia, var dyravörður samkundutjaldsins.22Þeir allir, útvaldir fyrir dyraverði við þrepskjöldinn, voru 212. Þeir voru uppskrifaðir eftir þeirra þorpum; Davíð og Samúel, Sjáandinn, höfðu sett þá sakir þeirra trúmennsku.23Þeir og þeirra synir voru við dyrnar á Drottins húsi, á tjaldbúðarhúsinu til varðhalds.24Eftir þeim fjórum áttum stóðu dyraverðirnir, austan til, vestan til, norðan og sunnan til.25Og þeirra bræður voru í þeirra þorpum, til að koma hinn sjöunda dag, hvað eftir annað, með þeim.26Í embættistrúmennsku stóðu þeir, fjórir yfirmenn dyraverðanna, sjálfir Levítar, og þeir voru yfir stúkunum, og yfir fjársjóðum Guðs húss.27Og alla nóttina voru þeir í kringum Guðs hús, því þeirra skylda var, að vaka, og þeim var ætlað að ljúka upp (musterinu) á hvörjum morgni.28Og nokkrir af þeim vóru umsjónarmenn þjónustugjörðarinnar áhalda; því með tölu báru þeir þau inn, og með tölu báru þeir þau út.29Og sumir af þeim voru settir yfir verkfærin, yfir öll heilög verkfæri, og yfir hveitimélið og vínið og viðsmjörið og reykelsið og ilmjurtirnar.30Og aðrir af sonum prestanna tilreiddu smurningar viðsmjörið og ilmjurtirnar.31Og Matitía, einum af Levítunum, sem var frumgetningur Sallums, Kahatítans, var trúað fyrir bökuninni í pönnum.32Og nokkrir af Kahatítunum, þeirra bræðrum, voru settir yfir skoðunarbrauðin, að þeir tilreiddu þau, hvíldardag eftir hvíldardag.33Og þessir söngvarar, ættfeður Levítanna, voru fríir við þjónustu í stúkunum, því dag og nótt hafa þeir störf.34Þessir ættfeður Levítanna eru, eftir þeirra ættliðum, höfuðsmenn; þeir búa í Jerúsalem.
35Og í Gíbeon bjó faðir Gíbeons, Jegiel, kona hans hét Maaka,36og hans sonur, sá frumgetni, Abdon, og hinir, Súr og Kis og Baal og Ner og Nadab,37Og Gedor og Ahio og Sakaría og Miklot.38Og Miklot gat Símeam, og þessir bjuggu líka gagnvart sínum bræðrum í Jerúsalem, hjá sínum bræðrum.39Og Ner gat Kis og Kis gat Sál og Sál gat Jónatan og Malkisúa og Abínadab og Esbaal.40Og sonur Jónatans var Meribbaal, og Meribaal gat Mika.41Og synir Mika: Piton og Taherea.42Og Ahas gat Jaera, og Jaera gat Alemet og Asmavet og Simri, og Simri gat Mosa,43og Mosa gat Binea, og hans son var Nefaja, hans son Elasa, hans son Afel.44Og Afel átti 6 sonu, sem hétu: Asríkam, Bokru og Jismael og Searía og Óbadía og Hanan. Það eru synir Afels.

V. 1. 46,21. Núm. 26,38. fl.