Davíð herjar á Ammoníta, og Filistea.

1Og það skeði, að ári liðnu, á þeirri tíð sem kóngarnir fara út (í hernað) þá tók Jóab með sér meginherinn, og eyðilagði land Ammons sona, kom og settist um Rabba, en Davíð sat um kyrrt í Jerúsalem og Jóab vann Rabba og braut hana niður.2Og Davíð tók kórónu þeirra konungs af höfði honum, og fann að hún var úr gulli 100 pund með dýrum steinum í, og hún var sett á Davíðs höfuð; og hann flutti mikið herfang úr borginni.3Og fólkið sem þar var inni leiddi hann út, og lét saga með sögum, og með þreskingarjárnsleðum, og með sögum. Og svo gjörði Davíð við allar borgir Ammonssona; og Davíð fór og allt fólkið aftur til Jerúsalem.
4Eftir þetta hófst stríð í Geser við Filisteana. Þá Sibbeki Húsatíti a) lagði að velli Sippai, (sem var) af sonum Rafa, og þeir urðu auðmýktir (sigraðir b).5Enn nú átti hann í stríði við Filistea; þá lagði Elhanan sonur Jairs, Laemi bróður Golíats Gitíta að velli, og var spjótkast hans sem vefjarrifur;6enn aftur var stríð í Gat, og þar var stærðarmaður, hvörs fingur (á hvörri hendi) 6, og tær (á hvörjum fæti) 6, voru (til samans) 24; hann var einnig sonur Rafa.7Hann gjörði gys að Ísraelítum, en Jónatan sonur Símea bróður Davíðs vann á honum.8Þessir voru synir Rafa í Gat, og þeir féllu fyrir hendi Davíðs og fyrir hendi þjóna hans.

V. 15. fl. 2. Sam. 8,16. fl. V. 13. a. 1 Sam. 3,18. Postgb. 21,14.