Balak sendir tvisvar eftir Bíleam. Asnan talar.

1Eftir þetta héldu Ísraelsbörn áfram og settu herbúðir sínar á Móabítanna hrjóstrugu völlum hinumegin Jórdanar, gegnt Jeríkó;2og sem Balak sonur Sippors fékk að vita allt sem Ísrael hafði gjört Móabítunum,3þá óttuðust Móabítarnir mikillega þennan lýð, því hann var fjölmennur, og þeim stóð stuggur af Ísraelsbörnum.4Þess vegna sögðu Móabítarnir við öldunga Midíanítanna: nú mun þessi skari uppeta allt í kringum oss, eins og uxar uppeta grasið á jörðunni! En Balak sonur Sippors var í þann tíma kóngur Móabítanna;5og hann sendi sendimenn til Bíleams sonar Beors í Petor, sem liggur hjá Efrat í hans föðurlandi, að þeir skyldu sækja hann, og segja svo: sjá! lýður er útgenginn af Egyptalandi, sem hylur allt landið, og hann hefur tekið sér bólfestu gagnvart mér.6Kom þar fyrir og lýs fyrir mig óbænum yfir þessum lýð, því hann er styrkvari en eg; ske kann að eg þá geti sigrað hann og rekið af landi burt, því eg veit að sá er blessaður sem þú blessar og sá bölvaður sem þú lýsir óbænum yfir!7Öldungar Móabítanna og Midíanítanna fóru þá af stað, höfðu með sér spásagnarlaunin, komu til Bíleams, og sögðu honum orð Balaks.8En hann sagði við þá: verið hér í nótt og eg skal svara ykkur eftir því sem Drottinn segir mér; og höfðingjar Móabíta vóru hjá Bíleam.9En Guð kom til Bíleams og sagði: Hvaða menn eru það sem eru hjá þér?10Bíleam svaraði: Balak sonur Sippors, kóngur Móabíta, gjörði mér þau boð,11sjá! hér er lýður kominn af Egyptalandi sem hylur allt landið, kom og lýs óbænum yfir honum fyrir mig, ske kann að eg þá geti barist við hann og rekið á burt.12En Guð sagði við Bíleam: far þú ekki með þeim, og lýs ekki óbænum yfir þessum lýð, því hann er blessaður!13Þá reis Bíleam árla úr rekkju og sagði við höfðingja Balaks: farið í land yðar, því Drottinn vill ekki leyfa mér að fara með yður.14Höfðingjar Móabítanna fóru þá af stað og komu til Balaks og sögðu: Bíleam færðist undan að fara með oss.15Þá sendi Balak í annað sinn fleiri og ágætari höfðingja en hinir vóru;16og sem þeir komu til Bíleams, sögðu þeir við hann: svo segir Balak, sonur Sippors: skorast ekki undan að koma til mín!17því eg vil veita þér mikla sæmd, og allt sem þú segir mér skal eg gjöra, kom og lýs fyrir mig óbænum yfir þessum lýð!18En Bíleam svaraði þjónum Balaks og sagði: jafnvel þó Balak vildi gefa mér hús sitt fullt með gull og silfur, mætti eg samt ekki gjöra á móti boði Drottins, míns Guðs, með því að gjöra í þessu efni mikið eða lítið,19en verið líka hér í nótt að eg megi skynja hvað Drottinn enn fremur vill við mig tala.20Þá kom Guð um nóttina til Bíleams og sagði við hann: ef menn þessir eru komnir til að sækja þig, þá rís upp og far með þeim, en samt skaltu gjöra það sem eg segi þér!21Bíleam reis þar fyrir árla úr rekkju, söðlaði ösnu sína og fór af stað með höfðingjum Móabítanna.22En Guð reiddist mjög af því að hann vildi fara þangað, og engill Drottins nam staðar á veginum til að standa fyrir honum; en hann reið ösnu sinni og hafði tvo þjóna með sér.23Og sem asnan sá engil Drottins standa í götunni með brugðnu sverði í hendi sér, sneri hún út af veginum og inn á akurlendið, en Bíleam sló í hana svo hún skyldi fara veginn.24Þá stóð engill Drottins á stig einum sem var á milli tveggja víngarða og var grjótgarður á báðar hliðar.25En sem asnan sá engil Drottins, þrengdi hún sér upp að garðinum og varð fótur Bíleams á milli, sló hann þá í hana aftur.26Þá gekk engill Drottins enn aftur framhjá og nam staðar á einstígi, hvar ekki var mögulegt að víkja til hægri eða vinstri.27Sem nú asnan sá engil Drottins, lagðist hún undir Bíleam, þá reiddist Bíleam og sló í hana með staf sínum.28Nú upplauk Drottinn ösnunnar munni og hún sagði við Bíleam: hvað hefi eg gjört þér, að þú nú hefir slegið mig þrisvar?29En Bíleam sagði: af því að þú hefir skapraunað mér! væri svo vel að eg nú hefði sverð í hendi mér skyldi eg strax drepa þig!30Þá sagði asnan við Bíleam: er eg ekki þín asna, sem þú hefur riðið þína tíð allt til þessa dags, hefi eg nokkurn tíma verið vön að gjöra þér þetta? en hann svaraði: nei!31Þá upplauk Drottinn augum Bíleams, svo hann sá engil Drottins standa í götunni með brugðnu sverði í hendi sér, og hann laut honum og féll fram á sína ásjónu.32En engill Drottins sagði við hann: hvar fyrir hefir þú nú slegið ösnu þína þrisvar: sjá! eg er útgenginn til að standa fyrir þér, því eg veit að þessi ferð er þér skaðvænleg;33asnan sá mig og vék þrisvar úr vegi fyrir mér, en hefði hún ekki vikið fyrir mér, mundi eg jafnvel hafa slegið þig í hel, en látið ösnuna lifa.34Þá sagði Bíleam við engil Drottins: eg hefi misbrotið, því eg vissi ekki að þú stóðst fyrir mér á veginum; en ef þér mislíkar ferð mín, vil eg strax snúa aftur!35En engill Drottins svaraði honum: far þú með mönnum þessum, en ekki máttu tala annað en það, sem eg mun segja þér! Og Bíleam fór með höfðingjum Balaks.36Þegar Balak heyrði að Bíleam kæmi, fór hann út í móti honum til þeirrar borgar Móabíta, sem liggur nálægt fljótinu Arnon, yst í landi þeirra,37og sagði við Bíleam: sendi eg ekki sendiboða til þín og lét kalla á þig? því komstú þá ekki til mín? heldurðu máske að eg ekki geti veitt þér sæmd?38Bíleam svaraði: sjá! nú er eg kominn til þín, en mun eg þá geta talað nokkuð? þau orð sem Guð leggur mér í munn mun eg mæla.39Bíleam fór þá með Balak og þeir komu til Koriat-Kúsot;40hér fórnfærði Balak nautum og sauðum og sendi eftir Bíleam og höfðingjum þeim sem með honum voru;41um morguninn tók Balak Bíleam með sér og leiddi hann til Baalhæða, hvaðan hann sá ysta fylkingarbrodd Gyðinganna.

V. 38. Nl. að þinni vild. V. 41. Þ. e. hæðir hvar hof var sem Baal var helgað.