Bæn. Áminning. Trúnaðartraust.

1Til hljóðfærameistarans (að syngja) á hljóðfæri. Sálmur Davíðs.2Bænheyr þú mig þá eg kalla, Guð míns réttar! Í þrengingunni rýmka þú um mig! miskunna mér og heyr mína bæn!3Þér mannanna börn! hvörsu lengi viljið þér hniðra minni sæmd! hvörsu lengi viljið þér elska hégómann og lygi? (málhvíld).4Viðurkennið þó að Drottinn hefir útvalið sinn guðhrædda (dýrkara). Drottinn heyrir, þá eg ákalla hann.5Óttist og varist synd, athugið það í yðar rúmi, og verið kyrrlátir (málhvíld),6offrið réttlætisfórn og treystið Drottni.7Margir segja: hvör mun auðsýna oss gott? Drottinn! lyftu ljósi þíns andlitis yfir oss.8Þú gefur mínu hjarta meiri gleði en þá sem menn hafa, þá korn þeirra og vín er ríkuglegt.9Í friði leggst eg fyrir, í friði sef eg, því þú einn Drottinn! ert það, sem lætur mig búa óhultan.