Enn nú sundurlausar greinir.

1Í mannsins valdi eru áform hans hjarta, en frá Drottni kemur bænheyrsla tungunnar.2Hvörjum manni þykja sínir vegir hreinir, en Drottinn vegur andana, (prófar hjörtun).3Fel þú Drottni þín verk, þá munu þínar ætlanir framgang fá.4Drottinn hefir allt gjört eftir sínum tilgangi, jafnvel hinn óguðlega, til þess illa dags.5Hvör sem er dramblátur, sá er Drottni andstyggð; eg vil ábyrgjast hann sleppur ekki hjá hegningu.6Fyrir miskunn og trúfesti forlíkast misgjörð, og af ótta Drottins víkja menn frá því illa.7Þegar Drottinn hefir velþóknan á mannsins vegum, svo lætur hann og svo hans óvini hafa frið við hann.8Betra er lítið með réttu, heldur en mikil inntekt með röngu.9Mannsins hjarta upphugsar sinn veg, en Drottinn stýrir hans gangi.10Spádómur er á kóngsins vörum; í dómi mun hans munni ekki skjátla.11Rétt vog og metaskálar heyra Drottni til. Hans verk eru öll lóðin í pyngjunni. 5 Mb. 25,13.
12Það sé kónginum viðurstyggð að gjöra rangt, því af réttlætinu staðfestist hásætið.13Réttlætisins varir séu kónginum velþóknan, og þann sem talar með hreinskilni, skal hann elska.14Reiði kóngsins er dauðans engill, en hygginn maður mun sefa hann.15Kóngsins hýrlegt andlit er lífið og hans náð (gunst), er sem regnský fyrir sáðið.16Að afla sér vísdóms, hvörsu miklu betra er það, enn að afla sér gulls! og að útvega sér hyggindi, það er meir vert en silfur.17Vegur hinna hreinskilnu er, að víkja frá því illa; hvör sem gáir að sínum vegi, sá varðveitir sitt líf.18Drambsemin fer á undan eyðileggingu, og stolt á undan falli.19Það er betra að vera auðmjúkur í anda með þeim lítilmótlegu, en að skipta herfangi með þeim dramblátu.20Hvör sem er aðgætinn við sín verk, sá finnur hamingju; og sá er sæll sem treystir Drottni.21Hvör sá sem hefir hyggið hjarta, kallast vitur; og varanna sætleiki gefur orðunum kraft.22Hyggindi eru, fyrir þann sem eiga, lífsins uppspretta, en dáranna umvöndun er heimska.23Hjarta hins hyggna menntar hans munn, og eykur á hans vörum lærdóminn.24Líflegt tal er hunangsseimur, sætt fyrir sálina og lækning fyrir beinin.25Sá vegur er til, sem mönnum sýnist réttur, en hans endir er vegur til dauðans.26Erfiðismannsins hungur erfiðar með honum, því hans munnur krefst þess af honum.27Belíals(óræstis)maður uppgrefur ólukku; á hans vörum er logandi eldur.28Falskur maður vekur upp þrætur, og bakmálugur maður kemur til vegar sundurlyndi milli kunningja.29Vonskufullur maður tælir sinn náunga, og leiðir á þann veg sem ekki er góður.30Hann afturlokar sínum augum, til að upphugsa hrekki, hann bítur sig í varirnar og framkvæmir illt.31Grá hár (hærur) eru heiðurskrans, hann finnst á réttlætisins vegi.32Sá sem er seinn til reiði, er betri en kappi (sá voldugi), og sá sem er herra síns sinnis, betri en sá sem vinnur borgir.33Hlutum er kastað í skaut, en frá Drottni kemur hlutfallið.