Páll áminnir Tímóteus til dugs og þolgæðis í hans embætti, því mikil laun séu í vændum, til að setja sig á móti þeim sem leiða aðra afvega. En þó menn séu í Guðs söfnuði misjafnir standi Guðs bygging samt stöðug. Varar við æskubrestum og ónýtum spurningum. Hvetur til hógværðar.

1Vertú þar fyrir, son minn, sterkur í náð Jesú Krists.2Og það sem þú heyrðir af mér í margra vitna nærveru fá það aftur trúum mönnum sem hæfir eru að kenna öðrum.3En þoldu illt sem góður stríðsmaður Jesú Krists.4Enginn hermaður slær sér í aðrar sýslanir, svo að hann þóknist þeim sem tók hann á mála.5Ekki heldur fær sá kórónuna sem gengur í kappleik nema hann berjist löglega.6Fyrst eftir afstaðna vinnu á jarðyrkjumaðurinn að njóta ávaxtanna.7Tak eftir því sem eg segi, því Drottinn mun gefa þér skilning í öllu.8Minnstu Jesú Krists, ættniðja Davíðs, sem frá dauðum er upprisinn eftir mínum náðarboðskap,9vegna hvörs eg líð illt, jafnvel fjötur eins og illvirki—en Guðs orð verður ekki fjötrað.10Þess vegna umber eg allt sakir inna útvöldu svo að þeir hljóti hjálpræði Jesú Krists með eilífri dýrð.11Það er sannur lærdómur að ef vér með honum deyjum þá munum og með honum lifa,12ef vér þolum stöðuglega þá munum vér og með honum ríkja, ef vér afneitum honum mun hann og afneita oss,13ef vér verðum ótrúir þá verður hann samt trúr, sjálfum sér getur hann ekki afneitað.
14Áminn þú um þetta og vitna fyrir augliti Drottins að þeir ekki gefi sig í orðaþrætur, sem til einkis gagna en eru til afvegaleiðslu þeim sem áheyrsla verða.15Legg kapp á að auðsýna þig Guði vandaðan verkamann er ekki þarf að skammast sín og rétt fer með sannleiksins lærdóm.16En forðast vanheilagt hégómatal, því slíkir ana lengra og lengra fram í guðleysi17og lærdómur þeirra etur um sig sem helbruni. Í slíkra tölu eru Hymeneus og Filetus18sem fráviknir eru sannleikanum, segja upprisuna þegar skena og hafa umsnúið trú sumra.19En Guðs bygging stendur stöðug og hefir þessa yfirskrift: „Drottinn þekkir sína“ og „Hvör sem nefnir Drottins nafn haldi sér frá ranglæti“.20Í stóru húsi eru ekki einungis ker af gulli og silfri heldur og af tré og leir, sum vegleg, sum óvegleg.21Þar fyrir mun hvör sem heldur sér hreinum frá þessum verða veglegt ker, helgað (Drottni), gagnlegt húsbóndanum, tilreitt a) til sérhvörs góðs verks.22Forðast þú æskunnar girndir en kappkosta réttvísi, trú, kærleika, frið við alla þá sem ákalla Drottin með hreinu hjarta.23Forðastú heimskulegar og óskynsamar spurningar, vitandi að þær leiða af sér þráttanir,24en Drottins þjóni sómir ekki að deila heldur vera blíður við alla, laginn að kenna, þolugur við áreitingar,25sá eð með blíðlyndi leiðrétti mótstöðumenn, ef ske kynni að Guð gæfi þeim sinnaskipti svo þeir komist til þekkingar á sannleikanum26og endurvitkist, lausir við djöfulsins snöru í hvörri þeir hafa af honum flæktir verið til að gjöra hans vilja.

V. 2. Kap. 1,13. V. 5. 1 Kor. 9,25.26. 2 Tím. 4,7.8. V. 9. hans útbreiðsla hindrast ekki fyrir það. Kap. 1,12. V. 10. sbr. Róm. 6,23. V. 11. Róm. 6,5. 8,17. 2 Kor. 4,10. V. 12. Opinb.b. 3,21. Matt. 10,33. 24,13. V. 16. nefnilega þeir sem fara með þvætting. V. 19. Sálm. 1,6. Jóh. 10,14.27. sbr. Matt. 7,21–23. Lúk. 13,25.27. V. 20. Allir sem meðkenna sig til Krists eru ekki eins góðir, sbr. Matt. 13,24.47.48. 1 Kor. 11,19. V. 21. a. Lætur sig ekki saurga af þeirra óhreinu kerasaurindum. Kap. 3,17. V. 26. 1 Tím. 6,9.