Undirbúningur til musterisbyggingarinnar. (1 Kgb. 5).

1Og Salómon hafði í huga að byggja hús Drottins nafni, og hús fyrir sitt konunglegt aðsetur.2Þá taldi Salómon frá 70 þúsund manns til að bera byrðar, og 80 þúsund steinhöggvara og 3 þúsund og 6 hundruð forstöðumenn, yfir þessa.3Og Salómon sendi til Húrams kóngs í Týrus, og lét segja honum: eins og þú breyttir við Davíð föður minn, og sendir honum sedrusvið til að byggja sér hús til íbúðar, (svo breyt við mig).4Sjá! eg byggi hús, nafni Drottins míns Guðs til að helga honum það, tendra fyrir honum ilmandi reyk, fyrir þau stöðugu skoðunarbrauð og brennifórnir kvöld og morgna, á hvíldardögum og tunglkomudögum og hátíðum Drottins vors Guðs, eilíf er sú skylda Ísraels.5Og hús það sem eg byggi skal vera stórt; því vor Guð er stærri en allir guðir.6En hvör hefir þrek til að byggja honum hús? því himinninn og allra himna himinn tekur hann ekki, og hvör em eg, að eg skuli byggja honum hús? nema það skyldi vera til að tendra honum reykelsi.7Og send þú mér nú mann sem vit hefir á að vinna að gulli og silfri og eiri og járni, og rauðum purpura, og skarlati, og bláum purpura, og kann að útskera, með þeim hagleiksmönnum sem hjá mér eru í Júda og Jerúsalem, sem faðir minn Davíð, útvegaði.8Og sendu mér nú sedrus- og furuvið og hebentré frá Líbanon, því eg veit að þínir þegnar kunna að höggva við á Líbanon; og sjá! mínir þjónar skulu vera með þínum þjónum.9Og eg þarf að draga að mikinn við, því hús það sem eg byggi á að vera mikið og merkilegt.10Og sjá! fyrir trésmiðina, þá sem viðinn fella, vil eg gefa mulið hveiti, þínum þjónum, 20 þúsund kor, og bygg 20 þúsund kor, og vín, 20 þúsund bat, og viðsmjör, 20 þúsund bat.11Og Huram, kóngur í Týrus svaraði skriflega og sendi til Salómons: þar eð Drottinn elskar sitt fólk, hefir hann sett þig konung yfir það.12Og Huram mælti: lofaður veri Drottinn, Ísraels Guð, sem gjört hefir himin og jörð, sem gaf Davíð konungi son, vitran, hygginn, og fróðan, sem mun byggja Drottni hús og sér hús fyrir konungssetur.13Og nú sendi eg hygginn og velkunnandi mann, (nefnilega) Huram Abi,14son konu nokkurar af dætrum Dans, en faðir hans var týriskur maður, sem kann að smíða gull og silfur, eir og járn, vinna að steini og við, að rauðum og bláum purpura og líni og skarlati, og að gjöra skurðverk, og útgrunda alls lags snilldarverk sem fyrir hann verða lögð, með þínum hagleiksmönnum, og með hagleiksmönnum míns herra Davíðs, föður þíns.15Og sendi hann nú hveitið og byggið og viðsmjörið og vínið, hvar um minn herra hefur talað, sínum þjónum.16Svo skulum vér höggva við á Libanon, eftir allri þinni þörf, og vér viljum færa þér hann í flota á sjónum hjá Jafo (Joppe), og þú getur látið flytja hann til Jerúsalem.
17Og Salómon taldi alla útlendinga sem voru í Ísraelslandi, eftir því tali sem Davíð faðir hans hafði talið, og þar fundust 153 þúsund og 6 hundruð.18Og hann gjörði úr þeim 70 þúsund listamenn og 80 þúsund steinhöggvara á fjallinu, og þrjú þúsund og 6 hundruð forstöðumenn, að halda fólkinu til vinnu.