Páll leggur niður fyrir Korintumönnum tilgang síns fyrra bréfs. Talar um Títus.

2Gefið mér rúm hjá yður, engum hefi eg órétt gjört, engum spillt, engan ásælst.3Eg segi ekki þetta yður til áfellis, því eg hefi áður sagt, að eg elskaði yður svo, að eg vildi lifa og deyja með yður.4Eg er því djarfmæltur við yður; mikinn sóma hefi eg af yður; eg hefi nóga huggun og yfirgnæfanlega gleði í öllum mínum þrengingum.5Þess vegna þá vér komum til Makedoníu, hafði hold vort enga ró, en vorum allsstaðar aðþrengdir; útvortis var barátta, innvortis ótti;6en Guð, sem huggar hina aumu, hann gaf oss huggun með Títusar tilkomu.7Vér glöddumst ekki einungis af komu hans, heldur og af þeirri huggun, sem þér hugguðuð hann með. Hann kunngjörði oss yðar söknuð, sorg og vandlætingu mín vegna, svo eg varð þar af enn þá glaðari.8Því þó eg hafi hryggt yður með bréfinu, iðrast eg þess ekki, þó eg áður iðraðist þess, því eg sé að þetta bréf hryggði yður einungis um stundarsakir.9Nú gleðst eg, ekki af því að þér hryggðust, heldur af því þér hryggðust til betrunar; yðar hryggð var eftir Guðs vilja, svo að þér hafið engan skaða af oss haft.10Sú hryggð, sem er eftir Guðs vilja, aflar sáluhjálplegrar betrunar, hvörrar enginn iðrast, en veraldleg hryggð ollir dauða.11Því sjáið það, að þér hryggðust eftir Guðs vilja, hvílíkt kapp verkaði það hjá yður! já, enn framar: afsakanir a), þykkju b), blygðan, eftirlangan, vandlætingu, strangleika í hegningunni; í öllu sönnuðuð þér, að þér hreinir væruð í þessu efni.12Þar fyrir, þó að eg skrifaði yður, þá var það hvörki hans vegna, sem óréttinn gjörði, né hins, sem óréttinn leið, heldur svo yður þar af augljós yrði umhyggja mín fyrir yður í Guðs augliti.
13Þess vegna huggast eg af yðar huggun, en allra mest gladdi mig hvað Títus var ánægður, því hugur hans hefir endurnærst af yður öllum.14Eg þurfti ekki að líða kinnroða fyrir það, þó eg hefði stært mig nokkuð af yður fyrir honum, heldur eins og allt það var sannleiki, sem eg kennda yður, eins reyndist mín hrósan við Títus sönn;15og honum er líka hjartanlega vel til yðar, því honum er minnisföst allra yðar hlýðni, með hvörsu miklum ótta og lotningu þér tókuð á móti honum.16Eg er þess vegna glaður, að eg get í öllu haft traust til yðar.

V. 2. Post. gb. 20,33. 2 Kor. 11,7–12. 12,16.17. 1 Tess. 2,9. 2 Tess. 3,8. V. 6. Kap. 3,3.4. V. 8. 1 Kor. 5. 2 Kor. 2,3.4. V. 9. Samanb. 2 Sam. b. 12,13. V. 11. a. nefnil. fyrir forsómun yðar að reka syndarann úr söfnuðinum. b. nl. við þann seka. samanb. 2 Kor. 2,6. við 1 Kor. 5,5. V. 12. 2 Kor. 2,5.