Sundurlaus sannmæli.

1Sá sérlyndi leitar þess er hann girnist, hann illskast við allt hyggilegt.2Heimskinginn hefir enga lyst til þekkingar, heldur einasta til að opinbera sitt hjarta, (segja sína meiningu).3Þar sem sá óguðlegi kemur, þar kemur og fyrirlitning, og með forsmán fylgist skömm.4Eins og djúp vötn, eru orð af munni (viturs) manns; vísdómsins lind er sem sírennandi lækur.5Það er ekki gott að álíta persónu hins óguðlega, til að beygja hinn réttláta fyrir rétti.6Dárans varir blanda sér í þrætu, og hans munnur sækist eftir höggum.
7Dárans munnur verður honum að tjóni, og hans varir, snara fyrir hans líf.8Baknagarans orð eru sem krásir, þær fara neðst niður í magann.9Sá sem er tómlátur í sínu verki, hann er bróðir þess sóunarsama.10Drottins nafn er rambyggilegur turn; sá réttláti leitar þangað hælis og fær vörn.11Auður hins ríka er honum vígi, sem hár múrveggur í hans hugsan.12Mannsins hjarta metnast áður en hann fellur; og auðmýktin gengur á undan heiðri.13Svari nokkur áður en hann heyrir, svo er honum það heimska og skömm.14Hugur mannsins heldur honum uppi í hans sjúkdómi, en bili hug, hvör þolir það?15Hjarta hins vitra kaupir þekkingu, og eyru hinna vísu leita eftir fróðleik.16Gáfur útvega manni rúm, og leiða hann fram fyrir stórhöfðingja.17Sá sem verður fyrri til að byrja mál, sýnist hafa réttan málstað; en komi hans mótpartur þá yfirheyrðu hann.18Hlutfall niðursetur deilur, það sker úr milli hinna voldugu.19Styggðan bróður, er erfiðar að vinna, en rambyggilega borg; og þrætur (milli bræðra), eru sem grindur úti fyrir höll.20Maðurinn mettar sinn búk af ávexti síns munns, af inntekt sinna vara seðst hann.21Dauði og líf er í tungunnar valdi; og sá sem hana brúkar, mun eta hennar ávöxt.22Sá sem finnur konu, finnur góðan hlut, og þiggur velgjörð af Drottni.23Auðmjúkar bænir talar sá fátæki; en sá ríki svarar með harðyrðum.24Einn hefir vini sér til tjóns; samt er sá vinur til, sem er tryggari en bróðir.

V. 23. Aðr: tekur gáfur úr barmi.