Páll hrósar Korintumönnum og upphvetur til að gefa ríkuglega.

1Hvað hjálpina til hinna heilögu áhrærir, er engin þörf á að eg skrifi yður;2því eg þekki yðar góða vilja og hefi hrósað yður fyrir hann hjá þeim í Makedoníu, nefnilega: að Akkaja hafi verið reiðubúin fyrir ári síðan og að yðar alúð hafi upphvatt marga.3En eg sendi þessa bræður, svo að sá lofstír, sem vér höfum gefið yður í þessu tilliti, verði ekki að engu og að þér séuð undirbúnir eins og eg hefi sagt,4svo að eg þurfi ekki að líða kinnroða (eg vil ekki segja sjálfir þér) fyrir þetta traust mitt, ef nokkrir frá Makedoníu koma með mér og finna yður óviðbúna.5Vér héldum þess vegna nauðsynlegt að biðja bræðurnar að fara á undan til yðar og undirbúa yðar áður lofaða velgjörning, svo að liggi reiðubúinn, svo sem örlátleg gáfa, en ekki sem dregin undan neglum yðar.6Því það segi eg: að sá, sem sparlega sáir, muni og sparlátlega uppskera.7Hvör gefi eftir sinni hugarlund, ekki með hryggu geði eður nauðung, því Guð elskar glaðan gjafara;8en megnugur er Guð að láta yður hafa gnægð af öllu góðu, svo að þér ætíð hafið af öllu gnægð til allra góðra verka;9því skrifað er: hann útbýtti, gaf þeim þurfugu, hans gæska varir að eilífu.10En sá, sem sáðmanninum gefur fæði og brauð til fæðslu, hann mun og gefa yður sáð og margfalda það og auka ávöxt yðar gæsku,11svo að þér auðugir verðið til alls lags örlætis, sem kemur því til leiðar, að Guði gjörast þakkir fyrir oss;12því þjónusta að þessu verki bætir ekki einungis úr þörfum heilagra, heldur verður og orsök til, að margir innilega þakka Guði,13og vegna þessa votts yðar góðsemdar, lofa þeir Guð fyrir yðar hlýðni við náðarlærdóm Krists, sem þér meðkennið og fyrir yðar einlæga örlæti við þá og alla,14og biðja fyrir yður og elska yður hjartanlega fyrir Guðs yður yfirgnæfanlega veittu náð.15Lofaður sé Guð fyrir sína óumræðilegu náðargjöf!

V. 1. Post. g. b. 11,29. V. 6. sbr. Orðsk. b. 11,24.25. 22,8.9. Gal. 6,7.8. V. 7. sbr. 5 Mós. b. 15,10. Róm. 12,8. V. 9. Sálm. 112,9.