Esekíel boðar lygispámönnum (1–16), og lygispákonum (17–23) reiði Guðs.

1Drottinn talaði til mín, og sagði:2þú mannsins son, spá þú gegn spámönnum Ísraels, sem fara með spár; seg til þeirra, sem spá af sjálfum sér: heyrið orð Drottins:3Svo segir Drottinn alvaldur: vei þeim heimskulegu spámönnum, sem fara eftir sjálfs síns hugarburði, án þess þeir fái nokkura vitran.4Þínir spámenn, Ísrael, eru sem refar í rústabrotum;5þér gangið ekki fram í vígskörðin, og hlaðið öngvan virkisgarð í kring um Ísraels hús, til þess að standast í stríðinu á degi Drottins;6þeir fara með hégómasjónir og lygispádóma, og segja: „þetta segir Drottinn“, en þótt Drottinn ekki hafi sent þá, og telja svo fólki trú um, að orð þeirra muni rætast.7Eru það ekki hégómasjónir, sem þér sjáið, og lygispádómar sem þér farið með? og þó segið þér, „þetta segir Drottinn“, en þótt eg hafi ekki sagt það.8Þar fyrir segir Drottinn alvaldur svo: með því þér talið hégóma og spáið lygum, þá skal eg rísa á móti yður, segir Drottinn alvaldur.9Mín hönd skal vera upp í móti þeim spámönnum, sem fara með hégómasjónir og lygispádóma: þeir skulu ekki vera í samkundu míns fólks, þeir skulu ekki vera skráðir í manntal Ísraelslýðs, og ekki koma inn í Ísraelsland; þeir skulu fá að sanna, að eg em Drottinn alvaldur:10og það þess vegna, að þeir leiða mitt fólk í villu, er þeir segja, að öllu sé óhætt, enn þótt ekki sé svo; og þegar fólkið hleður upp einhvörn múrvegginn, þá eru þessir til staðar, og ríða kalki á hann.11Seg þú kölkurum þessum: múrinn mun hrapa, því steypiregn mun koma: þér, haglsteinar, skuluð niður hrynja, og stormbylur skal á detta a);12og þegar veggurinn svo hrynur niður, mun þá ekki verða til yðar sagt: hvar er nú kalkið, sem þér riðuð á vegginn?13Þess vegna segir Drottinn alvaldur svo: í minni heift skal eg láta stormbyl á detta, í minni bræði skal steypiregn á koma, haglsteinar niður hrynja í minni reiði, til algjörrar umturnunar.14Eg skal niðurbrjóta þann vegginn, sem þér hafið kalkað, bylta honum til jarðar, svo að undirstaða hans skal koma í ljós; og þegar hann hrynur, skuluð þér verða á milli og tortýnast, og reyna svo, að eg em Drottinn.15Eg skal láta mína gjörvalla heift niðurkoma á múrveggnum, og á þeim, sem riðu kalki á hann; og þá mun verða sagt um yður: múrinn er horfinn, og horfnir þeir sem kölkuðu hann.16Þannig skal fara fyrir Ísraels spámönnum, sem spá fyrir Jerúsalem, og þykjast fá vitranir, að borginni sé óhætt, en þótt ekki sé svo, segir Drottinn alvaldur.
17Þú mannsins son, snú nú þínu andliti í gegn dætrum þíns fólks, sem spá eftir eigin hugboði, og spá þú móti þeim.18Seg: Svo segir Drottinn alvaldur: vei þeim, sem sauma hægindi undir herðar hvörs manns, og búa til höfuðsvæfla, bæði smáa og stóra, til þess að veiða sálir manna b)! Eigið þér að veiða sálir míns fólks, en frelsa yðvarra sálir?19Þér vanhelgið mig á meðal míns fólks fyrir hnefa byggs og stykki brauðs, með því þér spáið þeim feigð, sem ekki eru feigir, og lífi þeim, sem ekki eiga að lifa, og ljúgið svo að þeim meðal míns fólks, sem fúsir eru að ljá eyrum lyginni.20Þar fyrir segir Drottinn alvaldur svo: eg skal hafa hendur á yðar svæflum, á hvörjum þér veiðið sálir manna, eins og fugla; eg skal slíta þá úr höndum yðar, og sleppa lausum sálum manna, þeim sálum, sem þér veiðið, svo þær geti í burtu flogið;21eg skal sundurslíta yðar svæfla, og frelsa minn lýð úr yðar höndum; hann skal ekki lengur vera í yðar höndum, sem herfang, og þér skuluð sanna, að eg em Drottinn.22Vegna þess að þér með yðar lygum hrellið hjarta þess ráðvanda, hvörn eg vil ekki hrella láta, en stælið upp hinn óguðlega, svo að hann ekki snýr af þeim vonda vegi til þess að frelsa líf sitt:23þess vegna skuluð þér ekki framar sjá lygisjónir, og ekki framar fara með spádóma. Eg vil frelsa mitt fólk af yðar höndum, og þér skuluð viðurkenna, að eg em Drottinn.

V. 11. a. Að reiða sig í mótgangi á hégómlegt mannvit, í staðinn fyrir að treysta orðum Guðs, er hið sama sem að hlaða vegg af ónýtu efni, og ætlast til að hann standist hregg og óveður. V. 18. b. Þ. e. Vei þeim, sem svæfa samviskur manna, með því að hræsna eftir hvörs manns geði. Talshátturinn er dreginn af þeirri siðvenju Austurlendinga, að liggja á berri jörð upp við dogg, með kodda undir höfði.