Hégómi í guðsdýrkuninni. Í mögli. Í auðlegð. Guðs gjöf að njóta auðsins með gleði.

1Vakta þinn fót þegar þú gengur í Drottins hús, og far þangað heldur til að heyra, en til að fórnfæra, eins og heimskingjar; því þeir gefa ekki um það, þó þeir aðhafist illt.2Vertu ekki skjótorður og þitt hjarta hlaupi ekki á sig að tala orð fyrir Guðs augliti; því Guð er á himnum, en þú á jörðu; af því skulu orð þín vera fá.3Því draumar koma af miklum raunum, og heimskingjans raust þekkist af orðafjölda.4Þegar þú gjörir Guði heit, svo freistaðu ekki að efna það, því hann hefir ekki velþóknun á dárum; það sem þú lofar, það haltu.5Betra er þú lofir engu, en að þú lofir og haldir það ekki.6Leyf ekki þínum munni að hann láti þitt hold (þig) syndga, og seg ekki í engilsins (prestsins) áheyrn: það var yfirsjón! Hví skyldi Guð reiðast af þinni raust, og fordæma verk þinna handa?7Því eins og þar er mikill hégómaskapur, þar sem margir draumar eru, eins er því varið með þau mörgu orð. En óttastu Guð!8Sjáir þú þann fátæka undirþrykktan, og að rétti og réttvísi er rænt úr landinu, þá furða þú þig ekki á því athæfi, því yfir háum vakir hár, og sá hæsti yfir þeim.9Í allan máta er landinu hagur að þeim kóngi sem landið heiðrar.10Hvör sem elskar peninga, verður aldrei mettur af peningum, og hvör sem elskar auðæfi, hefir ekki gagn af því. Þetta er líka hégómi.11Þar sem auður safnast, þar safnast margur til að eyða honum; og hvört gagn er það fyrir þann sem á, nema að hans augu horfa þar á.12Þeim sem erfiðar, er svefninn sætur, hvört sem hann etur lítið eða mikið; en mettun hins ríka, leyfir honum eigi að sofa.13Það er ólukka, það er sjúkdómur, sem eg sá undir sólunni, að auðurinn geymist af eigandanum, til hans eigin ólukku.14Því missist þessi auður af óheppni, og hafi hann eignast son, verður ekkert í hans hendi.15Eins og hann kom af móðurlífi, svo skal hann nakinn burt aftur fara, fara eins og hann kom, og af því sem hann aflaði með sínu erfiði, mun hann ekkert taka með sér í sína hönd.16Sannarlega er og svo þetta ólukka og sjúkleiki, að hann skal í allan máta fara sem hann kom; hvört gagn hefir hann þá af að hann hefir erfiðað (unnið) fyrir gýg?17og að hann alla sína daga át í myrkri, hafði marga raun og sjúkdóm og armæðu.18Sjá! svo hefur mér litist: gott, já, ágætt er það, þegar maðurinn etur og drekkur og nýtur gleði í öllu sínu erfiði, sem hann hefir undir sólunni, á þeirri litlu lífdagatölu, sem Guð gefur honum, því það er hans hlutdeild.19Og hvör sá maður, sem Guð gefur auð og góss og efni, og leyfir að njóta þess, að taka sína hlutdeild þar af, og að gleðjast í sínu erfiði, (viðurkenni) að þetta sé Guðs gáfa.20Því hann mun ekki mikið hugsa til sinna lífdaga, meðan Guð lætur hann hafa nóg að sýsla við fögnuð síns hjarta.