Jesús býður fólkinu að hlýða kenningum faríseanna, en ekki breyta eftir þeim; ávítar fariseana; fyrirsegir Jerúsalems eyðileggingu.

1Þá hóf Jesús svo ræðu sína við lærisveina sína og lýðinn:2á Mósis stóli sitja skriftlærðir og farísear;3öllu því, er þeir bjóða yður, skuluð þér hlýða, en eftir framferði þeirra skuluð þér ekki breyta, því þeir bjóða það, er þeir sjálfir ekki halda.4Þeir binda mönnum byrðar þungar og örðugar að bera og leggja þeim á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki hræra við þeim fingri sínum.5Allt hvað þeir gjöra, fremja þeir til hróss sér, þeir stækka minnisblöð sín og breiðka kögur klæða sinna.6Þeir vilja efstir sitja að boði hvörju, og í samkundum;7þeir girnast að láta kveðja sig á torgum og meistarar að nefnast.8En þér skuluð ekki láta yður meistara kalla, því einn er yðar meistari, en þér eruð allir bræður.9Engan skuluð þér heldur föður yðar kalla í heimi þessum; því einn er Faðir yðar, sá á himnum er.10Ekki heldur skuluð þér láta yður fræðara nefna, því einn er yðar Fræðari, sem er Kristur.11Hvör, sem vill vera yðar mestur, hann sé þjón hinna;12því hvör sig sjálfan upphefur, mun niðurlægjast, en hvör sig sjálfan lítillækkar, hann mun upphafinn verða.13Vei yður skriftlærðum og faríseum! þér hræsnarar! sem féflettið ekkjur undir yfirhylmingu langra bæna, þar fyrir mun og yðar hegning þyngri verða.14Vei yður skriftlærðum og faríseum! þér hræsnarar! sem læsið fyrir mönnum himnaríki, og hirðið sjálfir ekki um að innganga í það; en leyfið heldur ekki inngöngu þeim, sem hennar leita.15Vei yður skriftlærðum og faríseum! sem farið um lönd öll og höf til þess að gjöra menn að Gyðingum, og að því búnu gjörið þér þá að barni helvítis, hálfu verri en þér sjálfir eruð.16Vei yður, þér blindu leiðsögumenn! sem kennið: að þótt einn sverji við musterið, þá sé sá eiður ógildur, en ef einhvör sver við gullið, sem er í musterinu, þá sá sá eiður gildur.17Þér dárar og blindir! hvört er meira vert? gullið eður musterið, sem gullið helgar?18og ennframar segið þér: að hvör, sem sver við altarið, þá sé sá eiður ónýtur, en hvör, sem sver við fórnina á altarinu, þá sé hann skyldur að halda eið sinn.19Þér heimskir og blindir! hvört er þá meira vert, fórnin eður altarið, sem fórnina helgar?20Hvör hann nú sver við altarið, sver bæði við það og við allt, sem á því er,21og hvör hann sver við musterið, sver bæði við það og við hann, sem býr í því;22og hvör, sem sver við himininn, hann sver við hásæti Guðs og við þann, er í því situr.23Vei yður, þér farísear og skriftlærðir! þér hræsnarar, sem gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni, en hirðið ekki um það í lögmálinu, sem mest á ríður a), sem er réttvísi, miskunnsemi og trú; þetta bar yður að gjöra, en hitt ekki ógjört að láta.24Þér blindir leiðsögumenn! sem frásíið fluguna, en svelgið úlfaldann.25Vei yður, þér skriftlærðir og farísear, þér hræsnarar! sem fægið utan bikara yðra, og borðdiska, sem innra fullir eru ráns og ofneyslu.26Þú blindur farísei, fæg fyrst bikar þinn og borðdisk innan, þá mun hann og utan hreinn verða.27Vei yður, þér farísear og skriftlærðir, þér hræsnarar! líkir eruð þér kölkuðum gröfum framliðinna, sem að utanverðu eru að sönnu fallegar útlits, en innan eru þær fullar með dauðra manna bein og alls kyns óhreinindi;28þannig sýnist þér góðir hið ytra fyrir manna (sjónum), en innan eruð þér fullir hræsni og óréttinda.29Vei yður, þér skriftlærðir og farísear! þér hræsnarar, sem uppbyggið legstaði spámannanna og prýðið leiði helgra manna og segið:30að hefðuð þér lifað á dögum feðra yðvarra, skylduð þér ekki hafa verið með þeim að lífláti spámannanna;31þannig viðurkennið þér sjálfir, að þér séuð niðjar þeirra, sem tóku spámennina af lífi;32bætið nú líka því ofan á, sem feður yðar brast á í vonskunni!33Þér höggormar, þér nöðrukyn! hvörninn getið þér umflúið helvítis straff?34Því sjá! eg mun senda til yðar spámenn, spekinga og skriftlærða, suma munuð þér lífláta og á kross festa, suma munuð þér húðstrýkja og í samkunduhúsum yðrum, og hrekja úr einni borg í aðra.35Þannig munuð þér sekir verða um líflát allra guðsmanna sem saklausir eru af dögum teknir, frá morði Abels ens góða, allt til Sakaríasar Barakíassonar, hvörn þér drápuð á milli altaris og musteris.36Sannlega segi eg yður, að allt þetta mun koma yfir þessa kynslóð.
37Jerúsalem, Jerúsalem! þú sem líflætur spámennina, og grýtir þá sem til þín eru sendir, hvörsu oft hefi eg viljað samansafna börnum þínum, eins og þegar hænan safnar ungum sínum undir vængi sér; en þér hafið ekki viljað það.38Þar fyrir skal yðar bústaður eyðilagður verða.39En það segi eg yður fyrir satt: að þér munuð ekki sjá mig héðan af, þangað til þér segið: blessaður sé sá, sem kemur í Drottins erindi!

V. 1–4, sbr. Lúk. 11,46. V. 5–7. sbr. Mark. 12,38–39. Lúk. 20,45–46. V. 5. 4. Mós. 15,38–40. V. 23. a. Orðið í textanum, Barytera; þýðir bæði það, sem mest á ríður, og líka það sem þyngst er að uppfylla, sbr. Lúk. 11,42. V. 29–36, sbr. Lúk. 11,47–51. V. 34. sbr. Lúk. 11,49.50. V. 37–39, sbr. Lúk. 13,34–35.