Löngun til musterisins.

1Til söngmeistarans, á Gitit, fyrir Koras börn.2Hvörsu yndislegir eru þínir bústaðir, herskaranna Drottinn.3Mína sálu langar innilega eftir Drottins forgarði, mitt hjarta og minn líkami fagnar fyrir þeim lifanda Guði.4Tittlingurinn finnur sér hús og svalan hreiður, hvar hún geti lagt sína unga; við þitt altari, Drottinn herskaranna, minn kóngur og minn Guð!5Sælir eru þeir sem búa í þínu húsi, þeir geta sífellt lofað þig, (málhvíld).6Sæll er sá maður hvörs styrkleiki er í þér, í hvörra þanka vegirnir eru (til Jerúsalem).7Þegar þeir ganga um sorgarinnar dal, umbreyta þeir honum í vatnsríka dæld og haustregnið þekur hana með blessun.8Þeim eykst meir og meir kraftur, þangað til þeir sýna sig fyrir Guði á Síon.
9Ó Drottinn, Herskaranna Guð! heyr mína bæn, Jakobs Guð! (málhvíld). Snú til mín þínu eyra.10Guð! vor skjöldur, líttu niður og lít á ásýnd þíns Smurða!11Því betri er einn dagur í þínum forgarði en þúsund aðrir, heldur vil eg staðnæmast á þrepskuldinum í húsi míns Guðs, heldur en búa í tjaldbúðum hins óguðlega.12Því Guð Drottinn er sól og skjöldur, Drottinn gefur náð og heiður, hann synjar þeim um ekkert gott sem framganga í ráðvendni.13Herskaranna Drottinn! sæll er sá maður sem treystir þér!