Festus boðar Gyðinga til Sesareu; en Páll skýtur máli sínu til keisarans, og Festus úrskurðar, að málið gangi þangað; Festus talar um Pál við Agrippa konung, er sjálfur vill heyra hann.

1Þremur dögum eftir að Festus hafði tekið við sýslu sinni, fór hann frá Sesareu upp til Jerúsalem.2Þá mættu fyrir honum æðsti presturinn og helstu menn Gyðinga, gegn Páli, gjörðu sér far um að fá hann á sitt mál,3og beiddust þeirrar náðar, að Festus léti senda hann til Jerúsalem; en þeir gjörðu honum umsátur og ætluðu að drepa hann á leiðinni.4Festus svaraði, að Páll væri í varðhaldi í Sesareu, en sjálfur ætlaði hann bráðum þangað:5Látið því—sagði hann—duglega menn af yðar hálfu, fara þangað með mér, til að ákæra hann, sé nokkuð saknæmt í hans fari.6En sem hann hafði dvalið hjá þeim, mest átta eður tíu daga, sneri hann aftur til Sesareu, og daginn eftir settist hann á dómstólinn og skipaði að leiða Pál fram.7En er Páll var þar kominn, umkringdu hann Gyðingarnir, sem niður höfðu farið frá Jerúsalem, og báru upp á hann margar og þungar sakargiftir, hvörjar þeir þó ekki gátu sannað,8því hann kom fyrir sig þeirri vörn, að hann ekkert hefði misbrotið, hverki móti lögum Gyðinga, né musterinu, ekki heldur keisaranum.9Þá spurði Festus Pál, til að ívilna Gyðingum; viltú—segir hann—fara upp til Jerúsalem, að eg þar dæmi þetta mál þitt?10Páll svaraði: eg stend fyrir keisarans dómi, þar á eg að dæmast. Gyðingum hefi eg engan órétt gjört, eins og þú gjörla veist.11Þar fyrir, sé eg brotlegur, eður hafi framið nokkuð dauða vert, þá skora eg mig ekki undan lífláti; en ef ekkert er tilhæft í því, sem þessir skulda mig fyrir, svo á enginn með að gefa þeim líf mitt. Eg skýt máli mínu til keisarans.12Eftir að Festus hafði talað við sitt ráðaneyti, varð þetta hans atkvæði: „fyrir keisarann hefir þú skotið málefni þínu, til keisarans skaltú fara“.
13Að nokkrum dögum liðnum kom Agrippa og Berníke til Sesareu, til að segja Festus velkominn;14og þar þau dvöldu þar um hríð, innti Festus konunginum frá málefni Páls og sagði: Felix hefir skilið eftir bandingja nokkurn,15móti hverjum prestahöfðingjar og öldungar Gyðinga mættu, þá eg var í Jerúsalem og æsktu dómsatkvæðis yfir honum.16Eg svaraði þeim: að það væri ekki háttur Rómverja, að ofurselja í dauða nokkurn mann öðrum í vil, fyrri en áklagendur og sá ákærði væru báðir nálægir, og þessi fengi tækifæri til forsvars, móti sakargiftinni.17En er þeir komu með mér hingað, gjörði eg engan drátt, heldur settist í dómstólinn daginn eftir, og skipaði að leiða manninn fram.18Áklagendurnir, sem mættu gegn honum, báru nú enga þessháttar sök fram, er eg hafði ætlað,19heldur höfðu þeir einhver þrætuspursmál gegn honum um sjálfra þeirra átrúnað, og um einhvörn dáinn Jesús, hvörn Páll segir lifa.20Þar eg nú vantreysti mér að skera úr þesskonar þrætu, leiddi eg í tal, hvört Páll vildi fara upp til Jerúsalem og láta þar dæma í þessu máli.21En eftir því Páll æskti, að hann geymdist til keisarans úrskurðar, skipaði eg að varðveita hann, uns eg sendi hann keisaranum.22Agrippa sagði þá við Festus: mig girnir að heyra sjálfur manninn. Hinn ansaði: á morgun skaltú heyra hann.23Daginn eftir kom Agrippa og Berníke, með miklu skrauti, og gengu ásamt þúshundraðshöfðingjunum og enum æðstu mönnum borgarinnar í dómhúsið; var svo Páll að boði Festusar framleiddur.24Þá mælti Festus: Agrippa konungur! og þér allir, sem með oss eru nærstaddir! þar sjáið þér þann mann, hvörn gjörvallur Gyðingamúgur hefir ákært fyrir mér, bæði í Jerúsalem og hér, og hástöfum sagt, að ekki ætti lengur að lifa.25Eg er kominn að raun um, að hann ekkert hefir aðhafst, það dauðastraffi sæti, og þar eð hann sjálfur hefir skotið máli sínu til keisarans, þá hefi eg ályktað, að hann skyldi sendast þangað.26En með því eg hefi ekkert áreiðanlegt að skrifa herranum um hann, þá hefi eg framleitt hann fyrir yður, og einkum fyrir þig, Agrippa konungur! upp á það að eg, að höldnu þessu rannsaki, hefði eitthvað að skrifa;27því mér líst óskynsamlegt að senda bandingja, án þess sakargift hans sé tilgreind.