Barnabas og Sál fá köllun að kenna heiðingjum; Markús yfirgefur þá; Páll prédikar í Pisidíu; Gyðingar verða uppvægir; Páll og Barnabas fara til Ikoníu.

1Í Söfnuðinum í Antíokkíu voru ekki allfáir spámenn og lærifeður c), svo sem Barnabas, Símon, að auknefni Níger, Lúsíus frá Sýrene, Manaen, samfóstri Heródesar Fjórðungshöfðingja, og Sál.2Eitt sinn er þeir þjónuðu Drottni og föstuðu, sagði heilagur Andi: takið frá handa mér Barnabas og Sál, til þess verks, sem eg hefi þeim ætlað.3Þeir föstuðu þá og báðust fyrir, lögðu hendur yfir þá, og létu þá svo fara.4Þessir, sem af heilögum Anda voru útsendir, fóru til Selevsíu og sigldu þaðan til Sýprus.5En meðan þeir voru í Salamis, boðuðu þeir Guðs erindi í samkunduhúsum Gyðinga. Jóhannes höfðu þeir fyrir meðhjálpara d).6En sem þeir fóru um alla eyjuna til Pasus e), fundu þeir þar töfra mann nokkurn, falsspámann, Gyðingakyns, að nafni Bar-Jesús;7hann var með landstjórnaranum Sergíusi Páli, manni hyggnum, hvör eð bauð til sín Barnabasi og Sáli, og óskaði að heyra Guðs orð.8Þá stóð móti þeim Elímas, töfravitringurinn—því svo þýðir nafn þetta—hann reyndi til að snúa landstjórnaranum frá trúnni.9En Sál, hvör eð og hét Páll, varð fullur af heilögum Anda, hvessti á hann augun og sagði:10ó þú djöfulssonur! fullur alls fals og fláræðis, óvinur allrar réttvísi, lætur þú aldrei af að rangsnúa réttum vegum Drottins?11vit nú, að hönd Drottins skal hitta þig, og blindur skaltú verða og ekki sjá sól um tíma. Jafnsnart féll yfir hann þoka og myrkur, svo að hann ráfaði um kring, og leitaði einhvörs, er leiddi hann.12Þegar landstjórnarinn leit þenna atburð, trúði hann og undraðist kenningu Drottins.
13Páll og þeir, sem með honum vóru, sigldu nú frá Pasus, og komu til Perge í Pamfilíu, utan Jóhannes, hann skildi við þá og sneri aftur til Jerúsalem.14Hinir héldu áfram frá Perge í Antíokkíu í Pisidíulandi, gengu inn í samkunduhúsið á hvíldardegi og settust niður.15En eftir að lesið hafði verið í lögmálinu og spámönnunum, sendu samkunduforstjórarnir til þeirra og létu segja þeim: góðir menn og bræður! ef þér hafið nokkuð að mæla til uppbyggingar fólkinu, þá talið.16Páll stóð þá upp og eftir að hafa beðið sér hljóðs með hendinni, ræddi svo: þér Ísraels menn! og þér, sem Guð óttist, heyrið!17Guð þess fólks útvaldi feður vora og efldi fólkið, meðan það var útlent í Egyptalandi; þaðan útleiddi hann það með upplyftum armlegg,18og annaðist í eyðimörkinni nærri fjörutíu ár.19Síðan afmáði hann sjö þjóðir í Kanaan og skipti með þeim þeirra landi.20Eftir það, um nærri því fjögur hundruð og fimmtíu ár, gaf hann þeim dómara, allt til Samúels spámanns.21Þá beiddust þeir konungs, og Guð gaf þeim Sál Kisson, mann af Benjamínsætt, í fjörutíu ár.22En er hann hafði fellt hann, hóf hann Davíð þeim til konungs, um hvörn hann þar hjá vitnaði: „eg hefi fundið Jesseson, sem mér geðjast, og framkvæma mun allan minn vilja“.23Af þessa manns afsprengi lét Guð, eftir sínu fyrirheiti, koma Ísraels Frelsara Jesúm,24og rétt á undan hans komu boðaði Jóhannes iðrunarskírn öllum Ísraels lýð.25En er Jóhannes hafði endað sitt skeið, sagði hann: eg em ekki sá, sem þið haldið, heldur sjáið! sá kemur eftir mig, hvörs skóþvengi eg em ekki verðugur að leysa.26Góðir menn og bræður! þér niðjar Abrahams, og hvör einn yðar á meðal, sem óttast Guð! yður er sent orð þessa hjálpræðis;27því Jerúsalems borgarmenn og þeirra höfðingjar, hafa, með vanþekkingu sinni á honum og spámannanna skírum orðum, sem hvörn helgan dag eru lesin, og með því að fordæma hann, ollað því að þau rættust.28Því jafnvel þótt þeir enga dauðasök fyndi, kröfðu þeir samt af Pílatusi að hann yrði líflátinn.29Eftir að þeir þannig höfðu uppfyllt allt hvað um hann var ritað, var hann tekinn niður af trénu og lagður í gröf,30en Guð reisti hann frá dauðum,31svo hann sást marga daga af þeim, sem höfðu farið með honum úr Galíleu upp til Jerúsalem, hvörjir að eru vottar hans til fólksins,32og vér berum yður þessa gleðifregn um fyrirheitið, sem skeði til feðranna, að Guð er búinn að efna það við oss börn þeirra,33með því að láta Jesúm upprísa, eins og skrifað er í sálminum: „þú ert minn Sonur, í dag hefi eg þig getið“.34En að hann hafði reist hann frá dauðum, sem aldrei framar skyldi hverfa til rotnunar, þar um talaði hann þanninn: „eg mun efna við yður þann heilaga sáttmála sem eg gjörði við Davíð“;35hvörs vegna hann segir á öðrum stað: „þú munt ekki leyfa að þinn heilagi kenni rotnunar“.36Nú er Davíð, eftir að hafa þjónað að Guðs tilgangi sína lífstíð, dáinn og lagður hjá feðrum sínum og kenndi rotnunar;37en sá, hvörn Guð uppreisti, hann kenndi ekki rotnunar.38Því sé yður vitanlegt, góðir menn og bræður, að hans vegna boðast yður syndafyrirgefning,39og það, sem þér, eftir Mósis lögmáli, ekki gátuð fengið lausn frá, við það allt skuluð þér, hvör og einn, sem á hann trúið, kvittir verða hans vegna.40Sjáið því til, að ekki rætist á yður ummæli spámannanna: „gefið gætur að, þér smánarar!41undrist og verðið að engu; því gjörning a) mun eg gjöra á yðar dögum, gjörning, hvörjum þér ekki munduð trúa, þó einhvör segði yður hann“.42Þegar þeir gengu út, báðu menn þá að tala sama erindi næsta helgan dag,43og er samkoman skildist að, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, er til Gyðinga trúar höfðu snúist, Páli og Barnabasi, sem með umtölum sínum hvöttu þá til að halda sér föstum við Guðs náð.
44Helgina næst eftir kom næstum gjörvöll borgin saman til að heyra Guðs orð.45En er Gyðingar litu mannmergðina, fylltust þeir vandlætingar og töluðu með mótmælum og lastyrðum gegn því, sem Páll kenndi.46Páll og Barnabas sögðu þá einarðlega: Guðs orð hlaut fyrst að berast upp fyrir yður, en þar þér burtskúfið því og metið yður sjálfa ekki verðuga eilífs lífs, sjáið! þá snúum vér oss til heiðinna manna,47því svo hefir Drottinn boðið oss: „eg hefi sett þig til ljóss heiðnum þjóðum, að þú sért til hjálpræðis til jarðarinnar ystu endimarka.“48Þegar heiðingjarnir heyrðu þetta, glöddust þeir og vegsömuðu orð Drottins, og svo margir, sem til eilífs lífs voru ætlaðir, urðu trúaðir.49Nú útbreiddist orð Drottins um allt byggðarlagið;50en Gyðingar æstu upp málsmetandi konur sem tekið höfðu Gyðinga trú og fyrirmenn borgarinnar, og vöktu ofsókn gegn Páli og Barnabasi, og ráku þá burt úr sínu héraði.51Þeir hristu þá duftið af fótum sér á þá, og fóru til Ikoníu;52en lærisveinarnir b) fylltust fögnuði og helgum Anda.

V. 1. c. sbr. 1 Kor. 12,10. Es. 4,11 V. 5.. d. Nl. í kristniboðinu. V. 6. Í Pasus sat landshöfðinginn. V. 18. sjá 2 Mós. 4.7.8.9.10.12.-14. V. 21. sjá 1 Sam. 8,5. V. 22. 1 Sam. 13,11. 16,12. Sálm. 89,21. V. 25. Jóh. 1,20. Lúk. 3,16. V. 33. Sálm. 2,7. sbr. 1,4. V. 34. Es. 55,3. V. 35. Sálm. 16,10. V. 45. Habak. 1,5 ff. a. Þ. e. dómur Guðs yfir þeim vantrúuðu. V. 47. Es. 49,6. V. 48. Sbr. Róm. 13,1; öll gæði, sem oss hlotnast, eru Guðs ráð og náðargjöf. V. 52. b. þ. e. kristnir.