Jesús uppvekur Lasarus; Kaífas ræður til að deyða hann; Jesús forðar sér.

1Maður nokkur, að nafni Lasarus, lá veikur, hann var frá Bethaníu, úr þorpi Maríu og Mörtu systur hennar.2(En María var sú, sem smurði Drottinn með smyrslum og þerraði fætur hans með hárlokkum sínum).3Hennar bróðir Lasarus var veikur. Þá sendu þær systur til hans og létu segja honum: Herra! sá, sem þú elskar, hann er veikur.4En er Jesús heyrði það, sagði hann: þessi sótt er ekki til dauða, heldur Guði til dýrðar, svo að Guðs Sonur vegsamist fyrir hana.5En Jesús elskaði Mörtu og systur hennar og Lasarus.6Þegar hann heyrði að Lasarus væri sjúkur, var hann að sönnu kyrr í tvo daga á þeim stað hvar hann dvaldi;7en eftir það sagði hann til sinna lærisveina: vér skulum fara aftur í Júdeu.8Lærisveinarnir sögðu til hans: nýlega ætluðu Júðarnir að grýta þig, ætlar þú nú að fara þangað aftur?9Jesús svaraði: eru ekki tólf stundir í deginum? gangi maður á degi rasar hann ekki, því hann sér ljós þessa heims;10en ef hann gengur á nóttu, þá rasar hann, því ljósið vantar.11Þetta talaði hann og eftir það sagði hann við þá: Lasarus vinur vor er sofnaður, en eg fer nú til að vekja hann.12Þá sögðu hans lærisveinar: Herra! ef hann er sofnaður, þá mun honum batna.13En Jesús talaði um hans dauða, þeir þar á móti héldu að hann talaði um náttúrulegan svefn;14því sagði Jesús þeim þá berlega:15Lasarus er dáinn og það gleður mig yðar vegna, að vér ekki vorum þar, svo að þér trúið! en—förum nú til hans.16Þá sagði Tómás (það þýðir: Tvíburi) við sína meðlærisveina: vér skulum fara líka, svo að vér deyjum með honum.17En er Jesús kom, hafði Lasarus þegar legið fjóra daga í gröfinni.18(En Betanía var nálægt Jerúsalem, hér um bil 15 skeiðrúma a) þaðan)19og margir Gyðingar voru komnir til Mörtu og Maríu til að hugga þær eftir bróður þeirra.20Þegar Marta heyrði nú að Jesú kæmi, fór hún móti honum, en María sat heima í húsinu.21Þá sagði Marta við Jesúm: Herra! hefðir þú verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.22En eg veit líka nú, að Guð muni veita þér hvað sem þú biður hann um.23Jesús sagði til hennar: bróðir þinn mun upprísa.24Marta segir til hans: eg veit að hann skal upprísa í upprisunni á efsta degi.25Jesús sagði til hennar: eg em upprisan og lífið, hvör, sem trúir á mig, hann mun lifa, þótt hann deyi26og hvör sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja.27Trúir þú þessu? Hún sagði: já, Herra! eg hefi trúað að þú sért Kristur, sá Guðs Sonur, sem í heiminn á að koma;28og í því hún hafði talað þetta, fór hún burt og kallaði hljóðlega á systur sína Maríu og sagði: Meistarinn er hér og vill finna þig.29Þegar María heyrði þetta, stóð hún upp með skyndi og kom til hans.30(En Jesús var enn ekki kominn til þorpsins, heldur var þar, sem Marta hafði mætt honum).31Þegar nú Júðarnir, sem voru hjá Maríu í húsinu og hugguðu hana, sáu að hún gekk út í skyndi, fóru þeir eftir henni og sögðu: hún fer út að gröfinni til að gráta þar.32En er María kom nú þangað, sem Jesús var og sá hann, féll hún honum til fóta og sagði við hann: Herra! hefðir þú verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.33Þegar Jesús sá hana nú gráta og þá Júða, sem með henni höfðu komið líka, komst hann við ákaflega og hryggðist og sagði:34hvar hafið þér lagt hann?35Þeir sögðu til hans: Herra! kom þú og sjá! Jesús grét.36Þá sögðu Júðarnir: sjá! hvörsu hefir hann elskað hann!37En nokkrir af þeim sögðu: mundi ekki sá, sem opnaði augu hins blinda, hafa getað gjört það, að þessi hefði ekki dáið?38Þá komst Jesús aftur innilega við og kom til grafarinnar; en hún var hellir og steinn fyrir framan.39Jesús sagði: takið steininn frá! Marta, systir ens framliðna, segir til hans: Herra! það er nú þegar nálykt af honum, því hann er fjögra nátta.40Jesús sagði til hennar: sagði eg þér ekki: að ef þú tryðir, mundir þú sjá Guðs dýrð.41Þeir tóku þá steininn burt, en Jesús hóf upp sín augu og sagði: Faðir! eg þakka þér, að þú hefir bænheyrt mig.42Eg vissi að sönnu að þú ávallt heyrir mig, en vegna mannfjöldans, sem hér er samankominn, talaði eg, svo þeir skyldu trúa því, að þú hafir sent mig.43Og þegar hann hafði þetta sagt, kallaði hann hárri röddu:44Lasarus! kom þú út! og sá dauði kom út vafinn líkblæjum á höndum og fótum, og um andlit hans var sveitadúkurinn. Jesús sagði til þeirra: leysið hann og látið hann fara.45Vegna þessa trúðu margir á hann af Gyðingunum, sem komnir voru til Maríu og séð höfðu það, sem Jesús gjörði,46en nokkrir af þeim gengu til faríseanna og sögðu þeim hvað Jesús hefði gjört.
47Því söfnuðu þeir æðstu prestar og farísear ráðinu og sögðu: hvað eigum vér að gjöra? því þessi maður gjörir mörg jarteikn.48Ef vér sleppum honum svona, munu allir trúa á hann og svo koma Rómverjar og taka vort land og borg.49En einn af þeim, Kaífas, þess árs æðsti prestur, sagði þeim:50þér vitið ekkert og hugleiðið ekki, að það er betra að einn maður deyi fyrir fólkið, svo ekki fyrirfarist öll þjóðin.51En þetta talaði hann ekki af sjálfum sér, heldur spáði hann, af því hann var æðsti prestur það árið, að Jesús mundi deyja fyrir þjóðina, og ekki einungis fyrir þjóðina,52heldur og til þess, að hann safnaði í eitt þeim sundurtvístruðu börnum Guðs.53Upp frá þessum degi ráðguðust þeir því um, að lífláta hann.54Þess vegna gekk Jesús ekki framar um berlega meðal Gyðinga, heldur fór hann þaðan í það hérað, sem liggur í nánd við eyðimörkina, til þeirrar borgar, sem heitir Efraim og var þar nokkurn tíma með sínum lærisveinum.55En nálægir voru páskar Gyðinga, og margir fóru úr héraðinu til Jerúsalem fyrir páskana að hreinsa sig.56Þá leituðu þeir að Jesú og sögðu hvör við annan þar, sem þeir stóðu í musterinu: hvað sýnist yður, að hann kemur ekki til hátíðarinnar?57En höfuðprestarnir og farísearnir höfðu gefið það boðorð: að ef nokkur vissi hvar hann væri, skyldi hann segja til, svo þeir gætu handtekið hann.

V. 10. Kap. 9,4. V. 18. a. Skeiðrúm 625 fet, 15 skeiðrúm 9,375 fet.